Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 19:45 Í dag var greint frá mögulegri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira