Framhaldsskólanemar gagnrýna nemendaskort í starfshópi Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2023 19:45 Í dag var greint frá mögulegri sameiningu Menntaskólans við Sund og Kvennaskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra framhaldsskólanema gagnrýnir að starfshópur mennta- og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskóla hafi ekki innihaldið einn nemanda. Bæði er verið að skoða að sameina annars vegar Flensborgarskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann, og hinsvegar Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Í dag greindi Vísir frá fundum annars vegar í Kvennaskólanum í Reykjavík og hins vegar í Menntaskólanum við Sund. Samkvæmt heimildum fréttastofu munu stjórnendur skólanna tveggja leggja fram fýsileikakönnun á næstu dögum um samruna skólanna. Mikill hiti var á báðum fundum og herma heimildir fréttastofu að starfsmenn beggja skóla séu ekki sérstaklega spenntir fyrir sameiningu. Í tilkynningu frá Samandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) er það gagnrýnt að enginn nemandi úr neinum framhaldsskóla sé í stýrihópnum sem skoðar málin og að enginn nemandi við skólana hafi verið beðinn um álit. „Menntakerfið stendur á tímamótum, og er því enn nauðsynlegra en áður fyrr að hlusta á rödd nemenda til að tryggja lýðræði og velferð okkar. Við eigum ekki að þurfa að biðja um sæti við borðið. Stjórnvöld eiga að sækjast eftir skoðun okkar, því nemendur eru einu sérfræðingarnir um hvernig það er að vera nemandi í dag,“ segir í tilkynningunni. Kallar sambandið eftir því að stjórnvöld ræði við nemendur um hugsanlegar sameiningar. Án þeirra sé rödd og skoðun nemenda ekki hluti af víðamiklum breytingum á námskerfinu. „Nýskipaði stýrihópur mennta-og barnamálaráðuneytisins er birtingarmynd á sýndarleika stjórnvalda þegar það kemur að vilja þeirra að vinna með ungmennum,“ segir í tilkynningunni. Fjarðarfréttir greindu frá mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans í síðustu viku. Þar segir að ástæðan sé sú að aðsókn í starfsnám muni leiða til fækkunar nema í bóknámsskólum. Tillögur verkefnastjórnar sem ráðherra skipaði gerir ráð fyrir að byggður verði allt að þrjátíu þúsund fermetra skóli fyrir 2.400 til þrjú þúsund nemendur.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira