Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:29 Páley Borgþórsdóttir er formaður Félags lögreglustjóra. Hún segir afleiðingar fíknefnaneyslu skelfilegar og því beri að banna þau. Ef varsla neysluskammta verð gerð refsilaus aukist aðgengi og neysla aukist. vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Eins og Vísir greindi frá hefur Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra horfið frá því að leggja fram frumvarp sem gengur út á afglæpavæðingu sem felur í sér lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Þetta mál hefur verið mjög til umfjöllunar á Alþingi. Halldóra Mogensen Pírati mælti fyrir frumvarpi þessa efnis í fyrra, þá þriðja sinni. Málið hefur staðið í þingmönnum þó breytingar á stefnu í vímuefnamálum, sú að refsa neytendum, hafi mátt sjá víða um heim. Frumvarp um afglæpavæðingu fast í starfshópi Þessi breytta stefna tengist viðhorfsbreytingu víða þess efnis að skilgreina beri vímuefnanotkun sem sjúkdómur en ekki glæpamennska. Willum Þór hefur lýst því að sú sé sín skoðun og lendingin var að í stað þess að þurfa að samþykkja frumvarp frá stjórnarandstöðunnar tók hann málið á sitt borð og lýsti því yfir að hann ætlaði að leggja fram sitt eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Faraldur ópíðóðaefna með skelfilegum afleiðingum hefur meðal annars orðið til þess að þeir sem vilja gjalda varhug við breyttri stefnu í þessum málaflokki hafa stigið fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Willum Þór vafðist tunga um tönn en upplýsti að hann myndi ekki leggja boðað frumvarp fram. Það þyrfti að ræða betur í starfshópi þar sem ólík sjónarmið væru uppi. Páley var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar lýsti hún sjónarmiðum lögreglustjóra sem eru í samræmi við stefnu Miðflokksins. Félag þeirra hafði skilað inn umsögn um frumvarp Halldóru, í febrúar í fyrra. „Við lýstum því þá yfir að Lögreglustjórafélagið gæti ekki stutt það. Og það voru nokkrar ástæður fyrir því,“ segir Páley. Einkum á þeim forsendum að lögreglustjórar töldu skorta undirbúning „fyrir svona gríðarlegri stefnubreytingu í þessum málaflokki.“ Afleiðingar neyslu skelfilegar og því ber að banna Að sögn formanns Félags lögreglustjóra er meginregla laga bann á öllu íslensku forráðasvæði. „Afglæpavæðing yrði þá rof í þá bannreglu.“ Páley telur verulega skorta á undirbúning og forvarnarstarf; það hafi ekki verið aukið né meðferðarúrræði. „Því við teljum fíkniefnaneyslu aukast með slíku frumvarpi.“ Páley segir aðgengi aukast sem þýði aukna neyslu barna og unglinga. Umsjónarmenn þáttarins bentu á að víða um heim hafi verið horfið frá bannstefnunni og niðurstaðan þar hafi ekki orðið til að neysla ykist? Páley sagði það ekki svo að þau styddust við neinar tilteknar rannsóknir. „Við auðvitað vinnum mjög náið ofan í þessum málaflokkum og horfum í augun á skaðsemi þessarar neyslu og hún er bara grafalvarleg eins og þið sjálf heyrið af allskonar sögum frá fólki sem missir fólkið sitt inn í þennan heim. Og það má auðvitað alveg búast við því að ef varsla á neysluskömmtum verður gerð refsilaus þá muni neytendum fjölga,“ sagði Páley meðal annars. En viðtalið við hana í heild má finna í spilaranum hér ofar. Lögreglan Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá hefur Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra horfið frá því að leggja fram frumvarp sem gengur út á afglæpavæðingu sem felur í sér lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Þetta mál hefur verið mjög til umfjöllunar á Alþingi. Halldóra Mogensen Pírati mælti fyrir frumvarpi þessa efnis í fyrra, þá þriðja sinni. Málið hefur staðið í þingmönnum þó breytingar á stefnu í vímuefnamálum, sú að refsa neytendum, hafi mátt sjá víða um heim. Frumvarp um afglæpavæðingu fast í starfshópi Þessi breytta stefna tengist viðhorfsbreytingu víða þess efnis að skilgreina beri vímuefnanotkun sem sjúkdómur en ekki glæpamennska. Willum Þór hefur lýst því að sú sé sín skoðun og lendingin var að í stað þess að þurfa að samþykkja frumvarp frá stjórnarandstöðunnar tók hann málið á sitt borð og lýsti því yfir að hann ætlaði að leggja fram sitt eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Faraldur ópíðóðaefna með skelfilegum afleiðingum hefur meðal annars orðið til þess að þeir sem vilja gjalda varhug við breyttri stefnu í þessum málaflokki hafa stigið fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Willum Þór vafðist tunga um tönn en upplýsti að hann myndi ekki leggja boðað frumvarp fram. Það þyrfti að ræða betur í starfshópi þar sem ólík sjónarmið væru uppi. Páley var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar lýsti hún sjónarmiðum lögreglustjóra sem eru í samræmi við stefnu Miðflokksins. Félag þeirra hafði skilað inn umsögn um frumvarp Halldóru, í febrúar í fyrra. „Við lýstum því þá yfir að Lögreglustjórafélagið gæti ekki stutt það. Og það voru nokkrar ástæður fyrir því,“ segir Páley. Einkum á þeim forsendum að lögreglustjórar töldu skorta undirbúning „fyrir svona gríðarlegri stefnubreytingu í þessum málaflokki.“ Afleiðingar neyslu skelfilegar og því ber að banna Að sögn formanns Félags lögreglustjóra er meginregla laga bann á öllu íslensku forráðasvæði. „Afglæpavæðing yrði þá rof í þá bannreglu.“ Páley telur verulega skorta á undirbúning og forvarnarstarf; það hafi ekki verið aukið né meðferðarúrræði. „Því við teljum fíkniefnaneyslu aukast með slíku frumvarpi.“ Páley segir aðgengi aukast sem þýði aukna neyslu barna og unglinga. Umsjónarmenn þáttarins bentu á að víða um heim hafi verið horfið frá bannstefnunni og niðurstaðan þar hafi ekki orðið til að neysla ykist? Páley sagði það ekki svo að þau styddust við neinar tilteknar rannsóknir. „Við auðvitað vinnum mjög náið ofan í þessum málaflokkum og horfum í augun á skaðsemi þessarar neyslu og hún er bara grafalvarleg eins og þið sjálf heyrið af allskonar sögum frá fólki sem missir fólkið sitt inn í þennan heim. Og það má auðvitað alveg búast við því að ef varsla á neysluskömmtum verður gerð refsilaus þá muni neytendum fjölga,“ sagði Páley meðal annars. En viðtalið við hana í heild má finna í spilaranum hér ofar.
Lögreglan Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira