Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 11:59 Ásgeir átti varla til orð þegar hann heyrði að Íslendingar væru orðnir fleiri en 390 þúsund talsins. Vísir/skjáskot Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum. Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló. Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ásgeir og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri hafa í morgun setið fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar. Efni fundarins er ný skýrsla peningastefnunefndar Seðlabankans til Alþingis. Verðbólga mælist nú 9,9 prósent og sagði Ásgeir þessa tölu hafa valdið vonbrigðum. Þau Rannveig hafa farið yfir hverjar ástæður verðbólgunnar séu, til að mynda mikil útgjöld hins opinberra og vinnumarkaðarins, bóla á húsnæðismarkaði og fleira. Hátt húsnæðisverð hefur haft mikil áhrif á verðbólguna undanfarin misseri og framboð ekki annað eftirspurn. „Fólki á Íslandi hefur fjölgað mjög hratt. Þetta er mikið af fólki og mjög mikið af ungu fólki,“ sagði Ásgeir á fundinum. „Fæðingartíðni jókst mjög eftir Hrunið og þetta unga fólk er nú að fara að koma inn á fasteignamarkaðinn þannig að okkur er bara að fjölga mjög hratt. Það er ansi mikið verkefni: Hvernig ætlum við að koma þessu fólki fyrir? Því þá fylgja aðrir þættir, ef við eigum ekki húsnæði fyrir þetta unga fólk þá kannski flytur það úr landi þannig að mér finnst alltaf að fasteignamarkaðurinn hafi ekki náð eftirspurninni.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, sagði þá að Íslendingar séu komnir yfir 390 þúsund en hafi í upphafi árs verið 387 þúsund. „Þá erum við að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirspurn eftir íbúðum. Það er kannski ekki alveg það sem... já, ég bara, mér er bara hálfbrugðið,“ sagði Ásgeir þá og hló.
Seðlabankinn Alþingi Efnahagsmál Húsnæðismál Mannfjöldi Tengdar fréttir Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32 Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00 Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Bindur vonir við nýja forystu ASÍ Ásgeir Jónsson segist binda miklar vonir við að ný forysta ASÍ komi sambandinu á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn þurfi að taka ábyrgð á sínum þætti í verðbólgunni og fara að grípa til aðgerða til að árangur náist í baráttu gegn henni. 28. apríl 2023 10:32
Ekki ljós punktur í verðbólgutölum og Seðlabankinn mun bregðast hart við Líklegt er að Seðlabankinn bregðist hart við tíðindum um hærri verðbólgu – sem var langt yfir opinberum spám greinenda - og hækkandi verðbólguálagi. Sjóðstjóri telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um eitt prósent við næstu vaxtaákvörðun. Gangi það eftir yrðu þeir 8,5 prósent. Annar sjóðstjóri segir erfitt að sjá „ljósan punkt“ í nýjustu verðbólgumælingu því „hann er líklega ekki til staðar.“ 28. apríl 2023 07:00
Bein útsending: Ræða skýrslu peningastefnunefndar til þingsins Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis klukkan 9:15 í dag. 28. apríl 2023 08:46
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent