Umfjöllun: Tindastóll – Njarðvík 117-76 | Njarðvíkingar sáu aldrei til sólar og Stólarnir á leið í úrslit Arnar Skúli Atlason skrifar 29. apríl 2023 21:39 Stólarnir eru á leið í úrslit annað árið í röð. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 117-76 í leik sem var í raun búinn í hálfleik og Stólarnir eru á leið í úrslit annað árið í röð. Heimamenn í Tindastól leiddur 2-1 fyrir leikinn í kvöld og Njarðvík var enn með bakið upp við vegg þrátt fyrir öruggan sigur í Njarðvík á miðvikudaginn. Leikurinn hófst með að liðin skiptust á að skora en eftir einungis þrjár leikmínútur skyldu leiðir, Tindastóll læstu vörninni og klikkuðu varla skoti þar og gjörsamlega keyrðu Njarðvíkingana í kaf í leikhlutanum, en þeir skoruðu sautján stig í röð og breytti stöðunni úr 13-8 í 30-8. Arnar og Drungilas leiddu línuna hjá Tindastól en það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá Njarðvík og þegar þeir fengu opinn skot voru þau víðsfjarri. Leikhlutinn endaði 34-14 og Njarðvíkingar virtust slegnir út af laginu en strákarnir hans Pavels voru með allt í botni. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrri endaði, Stólarnir skoruðu af vild en Njarðvík áttu enginn svör og enn jókst munurinn, það héldu enginn bönd Tindastól mönnum, Arnar og Drungilas héldu áfram og fengu Taiwo Badmus og Keyshawn Woods með sér en Haukur Helgi reyndi að draga þungan vagn Njarðvíkinga áfram en hann fékk ekki mikla hjálp frá sínum liðsfélögum. Munurinn jókst jafnt og þétt og var helmingsmunur á milli liðanna allan fjórðunginn. Tindastóll leiddi í hálfleik 68-34, Arnar var með 21 stig, Drungilas var með 14 stig, Badmus og Woods sitthvor 13 stigin, hinu megin var Richotti með 8, Basile 7 og Haukur 6. Það sem Benedikt og Daníel sögðu í hálfleik virkaði greinilega ekki, því Tindastóll hóf seinni hálfleikinn á með þungan á bensingjöfinni og skoruðu fyrstu 6 stig leikhlutans, og munurinn var orðinn 40 stig og róður mjög þungur fyrir Njarðvík, einhvern veginn voru allir að bíða eftir áhlaupi frá Njarðvík í leiknum en það kom aldrei, þeir skoruðu mest 5 stig í röð í kvöld. Það var lítil trú. Leikurinn fjaraði út um miðjan þriðja leikhluta og þessi munur hélst út leikinn. Það sem stóð upp úr í fjórða leikhluta var Þegar Logi Gunnarsson fékk heiðurskiptingu, þessi frábæri drengur leggur skóna á hilluna í kvöld. Stigahæstir hjá Tindastól voru Taiwo Badmus með 27 stig, Arnar Björnsson 25 stig, Keyshawn Wodds 20 stig og Drungilas með 18 stig. Stigahæstir hjá Njarðvík voru Dedric Basile með 16 stig, Haukur Helgi 13 stig, Maciek og Richotti 12 stig hvor. Af hverju vann Tindastóll? Þeir tóku forustuna í byrjun og létu hana aldrei af hendi, þeir slökktu í Njarðvíkingum í fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann með 20 stigum, munur sem jókst bara út leikinn. Njarðvík átti því miður engan séns. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Björnsson var með sýningu í fyrri hálfleik og honum hélt enginn bönd, Keyshawn Woods, Drungilas og Taiwo Badmus hjálpuðu honum helling í stigaskorun og liðsvörnin var frábær. Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að stoppa Tindastól og sama hverju þeir breyttu Tindastóll átti alltaf svör, Lykilmenn voru að spila langt undir getu og virkuðu áhugalausir og ráðalausir. Hvað gerist næst? Tindastóll er komið í úrslit og mætir þar annað hvort Val eða Þór frá Þorlákshöfn, Njarðvík hins vegar eru komnir í sumarfrí. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík
Tindastóll vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 117-76 í leik sem var í raun búinn í hálfleik og Stólarnir eru á leið í úrslit annað árið í röð. Heimamenn í Tindastól leiddur 2-1 fyrir leikinn í kvöld og Njarðvík var enn með bakið upp við vegg þrátt fyrir öruggan sigur í Njarðvík á miðvikudaginn. Leikurinn hófst með að liðin skiptust á að skora en eftir einungis þrjár leikmínútur skyldu leiðir, Tindastóll læstu vörninni og klikkuðu varla skoti þar og gjörsamlega keyrðu Njarðvíkingana í kaf í leikhlutanum, en þeir skoruðu sautján stig í röð og breytti stöðunni úr 13-8 í 30-8. Arnar og Drungilas leiddu línuna hjá Tindastól en það var ekki mikið að frétta sóknarlega hjá Njarðvík og þegar þeir fengu opinn skot voru þau víðsfjarri. Leikhlutinn endaði 34-14 og Njarðvíkingar virtust slegnir út af laginu en strákarnir hans Pavels voru með allt í botni. Annar leikhluti hófst eins og sá fyrri endaði, Stólarnir skoruðu af vild en Njarðvík áttu enginn svör og enn jókst munurinn, það héldu enginn bönd Tindastól mönnum, Arnar og Drungilas héldu áfram og fengu Taiwo Badmus og Keyshawn Woods með sér en Haukur Helgi reyndi að draga þungan vagn Njarðvíkinga áfram en hann fékk ekki mikla hjálp frá sínum liðsfélögum. Munurinn jókst jafnt og þétt og var helmingsmunur á milli liðanna allan fjórðunginn. Tindastóll leiddi í hálfleik 68-34, Arnar var með 21 stig, Drungilas var með 14 stig, Badmus og Woods sitthvor 13 stigin, hinu megin var Richotti með 8, Basile 7 og Haukur 6. Það sem Benedikt og Daníel sögðu í hálfleik virkaði greinilega ekki, því Tindastóll hóf seinni hálfleikinn á með þungan á bensingjöfinni og skoruðu fyrstu 6 stig leikhlutans, og munurinn var orðinn 40 stig og róður mjög þungur fyrir Njarðvík, einhvern veginn voru allir að bíða eftir áhlaupi frá Njarðvík í leiknum en það kom aldrei, þeir skoruðu mest 5 stig í röð í kvöld. Það var lítil trú. Leikurinn fjaraði út um miðjan þriðja leikhluta og þessi munur hélst út leikinn. Það sem stóð upp úr í fjórða leikhluta var Þegar Logi Gunnarsson fékk heiðurskiptingu, þessi frábæri drengur leggur skóna á hilluna í kvöld. Stigahæstir hjá Tindastól voru Taiwo Badmus með 27 stig, Arnar Björnsson 25 stig, Keyshawn Wodds 20 stig og Drungilas með 18 stig. Stigahæstir hjá Njarðvík voru Dedric Basile með 16 stig, Haukur Helgi 13 stig, Maciek og Richotti 12 stig hvor. Af hverju vann Tindastóll? Þeir tóku forustuna í byrjun og létu hana aldrei af hendi, þeir slökktu í Njarðvíkingum í fyrsta leikhluta og leiddu eftir hann með 20 stigum, munur sem jókst bara út leikinn. Njarðvík átti því miður engan séns. Hverjir stóðu upp úr? Arnar Björnsson var með sýningu í fyrri hálfleik og honum hélt enginn bönd, Keyshawn Woods, Drungilas og Taiwo Badmus hjálpuðu honum helling í stigaskorun og liðsvörnin var frábær. Hvað gekk illa? Njarðvík gekk illa að stoppa Tindastól og sama hverju þeir breyttu Tindastóll átti alltaf svör, Lykilmenn voru að spila langt undir getu og virkuðu áhugalausir og ráðalausir. Hvað gerist næst? Tindastóll er komið í úrslit og mætir þar annað hvort Val eða Þór frá Þorlákshöfn, Njarðvík hins vegar eru komnir í sumarfrí.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum