Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Körfubolti 10.9.2025 22:01
Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Heimsmeistarar Þýskalands urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts karla í körfubolta eftir sigur á Slóveníu, 99-91. Körfubolti 10.9.2025 20:14
Álftanes mætir stórliði Benfica Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Körfubolti 10.9.2025 17:31
Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Slóvenar eru komnir í 8-liða úrslit á EM í körfubolta eftir afar tæpan sigur á Ítalíu í dag Körfubolti 7. september 2025 17:32
Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Georgía gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland, 70-80, í sextán liða úrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta í dag. Körfubolti 7. september 2025 14:21
Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Jordan Loyd fór mikinn þegar Pólland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta karla með sigri á Bosníu, 80-72. Körfubolti 7. september 2025 11:36
Angel Reese í hálfs leiks bann Stjórnendur Chicago Sky í WNBA hafa sett Angel Reese í bann eftir að hún viðhafði óviðeigandi ummæli að þeirra mati um liðið og liðsfélaga sína. Bannið er þó aðeins hálfur leikur. Körfubolti 7. september 2025 09:03
Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Körfuboltaskór eru ekki bara körfuboltaskór. Þetta vita leikmenn í NBA vel sem og fjölmargir aðdáendur en körfuboltaskór ganga kaupum og sölum bæði nýir og notaðir og oft fyrir svimandi háar upphæðir. Körfubolti 6. september 2025 23:15
Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Finnland er komið í 8-liða úrslit á Evrópumeistaramótinu í körfubolta eftir að hafa slegið út ógnarsterkt lið Serba 92-86. Söguleg úrslit en aldrei áður hefur lið sem spáð er sigri á mótinu dottið út í 16-liða úrslitum. Körfubolti 6. september 2025 20:55
Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Litháen er komið í 8-liða úrslit á EM í körfubolta eftir 88-79 sigur á Lettlandi. Kristaps Porzingis fór mikinn í liði Letta og skoraði 34 stig en það dugði skammt. Körfubolti 6. september 2025 17:50
Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Eftir þrjá jafna leikhluta rúllaði Þýskaland yfir Portúgal í fjórða og síðasta leikhlutanum þegar liðin áttust við í sextán liða úrslitum á EM í körfubolta karla í dag. Þjóðverjar unnu 4. leikhlutann, 33-7, og leikinn, 85-58. Körfubolti 6. september 2025 14:58
Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Þrátt fyrir góða baráttu Svía unnu Tyrkir leik liðanna í sextán liða úrslitum á EM í körfubolta karla í dag, 85-79. Tyrkneska liðið er það fyrsta sem tryggir sér sæti í átta liða úrslitum mótsins. Körfubolti 6. september 2025 11:32
Valsmenn búnir að finna Kana Bandaríski körfuboltamaðurinn LaDarien Griffin mun leika með Val í Bónus deild karla á næsta tímabili. Körfubolti 5. september 2025 15:22
Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Stuðningsmaður sænska landsliðsins í körfubolta var aðeins of æstur í æsispennandi leik Svía og Finna í riðlinum sem fer fram í Tampere í Finnlandi. Körfubolti 5. september 2025 15:17
Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfuboltakonan Caitlin Clark verður ekkert meira með á þessu tímabili en hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 5. september 2025 11:33
Myndir frá endalokum Íslands á EM Ísland lék sinn síðasta leik á Evrópumóti karla í körfubolta í dag þegar liðið steinlá fyrir sterku liði Frakklands sem vantaði þó tvo af sínum bestu leikmönnum. Körfubolti 4. september 2025 22:30
Luka skaut Ísrael í kaf Stórstjarnan Luka Dončić sýndi heldur betur hver með valdið fer þegar Slóvenía lagði Ísrael með tíu stiga mun í D-riðli Evrópumóts karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Slóvenía hirðir 2. sætið af Ísrael. Körfubolti 4. september 2025 20:48
EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Síðasti þátturinn af EM í dag á Evrópumóti karla í körfubolta var tekinn upp fljótlega eftir lokaflautið í leik Íslands og Frakklands. Mótið endaði á heljarinnar flengingu en var heilt yfir ánægjulegt. Körfubolti 4. september 2025 16:56
Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Það er komið á ferðalokum á EM í körfubolta. Lokaleikurinn var hreinasta hörmung og ekki í neinum takti við annað sem boðið var upp á heilt yfir á þessu móti. Körfubolti 4. september 2025 16:32
„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 15:22
Hilmar Smári til Litáens Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Hilmar Smári Henningsson, hefur samið við Jonava í Litáen. Hann kemur til liðsins frá Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Körfubolti 4. september 2025 15:19
Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Körfubolti 4. september 2025 15:03
Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ Ægir Þór Steinarsson lék sinn 101. landsleik á móti Frökkum í dag en er þetta hans síðasti landsleikur? Körfubolti 4. september 2025 14:39
„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. Körfubolti 4. september 2025 14:31