Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 16:08 Magnús Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi forstjóri Klakka. Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Magnúsi var gefið að sök meiriháttar brot gegn skattalögum með efnislega röngum skattframtölum árið 2017 og 2018 vegna áranna á undan. Hann hefði ekki talið fram tæplega 58 milljóna króna tekjur einkahlutafélagsins Pólstjörnunnar sem er að fullu í eigu hans. Héraðsdómur dæmdi Magnús til að greiða rúmar 16 milljónir króna í sekt. Magnús áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist frávísunar á grundvelli þess að brotið væri á mannréttindum hans með ákærunni. Hann hefði síðar greitt skatt af hinum vantöldu tekjum og því væri verið að refsa honum tvisvar. Landsréttur horfði til þess að Magnús hefði ekki verið sýknaður af því broti sem honum væri gefið að sök í málinu og því ekki um endurtekna málsmeðferð að ræða. Því væri ekki um að ræða endurtekna málsmeðferð. Þá hefði Magnús ekki sýnt fram á að saksóknin færi í bága við samningsviðauka Mannréttindasáttamála Evrópu. Var frávísunarkröfunni því hafnað. Landsréttur staðfesti dóminn í héraði þess efnis að sannað teldist að Magnús hefði staðið skil á röngum skattframtölum um rædd ár með því að vantelja tekjur sínar. Sannað væri að það hefði verið gert viljandi. Þannig hefði hann komið sér undan greiðslu skatts. Skipti engu þótt hann hefði, eftir að rannsóknin hófst, greitt skatt af vantöldu tekjunum. Þá hefði brotið verið löngu fullframið. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur brotið heyra undir 262. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um ásetning eða stórfellt gáleysi við lög um tekjuskatt. Þótti sex mánaða skilorðsbundinn dómur hæfileg refsing og 47,8 milljóna króna sekt til ríkissjóðs.
Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Magnús hættir sem forstjóri Klakka Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka undanfarin sjö ár, hyggst láta af störfum forstjóra félagsins frá og með næstu áramótum. 13. nóvember 2018 10:00