Segja ákvörðun KSÍ íslenskri knattspyrnu ekki til heilla Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 21:35 FH vann Stjörnuna á frjálsíþróttavellinum sínum á dögunum og spilar aftur þar á morgun. Vísir/Hulda Margrét Stjórn knattspyrnudeildar FH sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands í kjölfar þess að KSÍ varð ekki við ósk félagsins um að fresta leik FH og KR sem átti að fara fram á Kaplakrikavelli í kvöld. FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“ Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
FH og KR, í samráði við Íslenskan Toppfótbolta (ÍTF) og Stöð 2 Sport, vildu fresta leiknum þar sem völlurinn í Kaplakrika er ekki klár eftir veturinn. KSÍ tók hins vegar ákvörðun um það að fresta leiknum aðeins um einn dag og færa leikinn í Árbæinn. Leikur FH og KR átti því að fara fram á heimavelli Fylkis á morgun. Sú ákvörðun um að færa leikinn var hins vegar dreginn til baka og leikurinn mun fara fram á frjálsíþróttavelli FH, Miðvelli, klukkan 14:00 á morgun, laugardag. Ákvörðun KSÍ einhliða Eins og áður segir sendu FH-ingar frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð KSÍ. Þar segir félagið að það hefði verið íslenskri knattspyrnu til heilla að fresta leiknum. „Félagið vann að því fram á síðustu stundu að fresta þessum leik lengra inn í sumarið en þrátt fyrir að FH, KR, ÍTF og Stöð 2 Sport væru öll sammála um að það væri íslenskri knattspyrnu til heilla að gera það þá tók KSÍ einhliða ákvörðun um að leikurinn færi fram og settu hann fyrst á Wurth völlinn í Árbænum án þess að ráðfæra sig við okkur FH-inga,“ segir í yfirlýsingu FH. „Í ljósi þessarar ákvörðunar KSÍ, sem er íslenskri knattspyrnu ekki til heilla ákváðum við að gera það sem í okkar valdi stendur til að gera Frjálsíþróttavöllinn kláran fyrir morgundaginn. Það er að takast og því tökum við vel á móti KR-ingum þar á morgun, laugardag, kl. 14.00,“ segir enn fremur. FH-ingar biðla svo til stuðningsmanna liðsins að mæta upp í Kaplakrika í fyrramálið til að hjálpa til við að gera daginn ógleymanlegan á frjálsíþróttavellinum, sem félagið hefur nú ákveðið að kalla Nývang. „Það er ýmislegt sem þarf að gera og græja á svæðinu á morgun og því biðjum við alla þá sem vettlingi geta valdið að mæta upp á Krika um 11 leytið á morgun og hjálpa til við að gera þetta að enn einum ógleymanlegum degi á „Nývangi“!“
Besta deild karla FH KR KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira