Mikill áhugi hjá sunnlenskum bændum um aukna kornrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2023 21:04 Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, sem var með mjög flott og fróðlegt erindi á fundinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill áhugi er á meðan sunnlenskra bænda um að stórefla kornrækt á svæðinu og stofna sameiginlega kornsamlag og kornvinnslu. Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Um 70 bændur mættu á fundi í vikunni í félagsheimilinu í Þingborg í Flóahreppi, sem Búnaðarsamband Suðurlands boðaði til en undirbúningsvinna um stofnun kornsamlags á Suðurlandi hefur verið í höndum Orkideu, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi. Frummælandi fundarins kom frá Landbúnaðarháskóla Íslands en hann er meðal höfunda af nýrri skýrslu, “Bleikir akrar”, sem er aðgerðaráætlun um aukna kornrækt á Íslandi. „Það er ekki nóg að stofna bara samlag. Við þurfum öflugri kynbætur á plöntum, við þurfum öfluga skjólbeltavæðingu, við þurfum betri búskaparhætti, tryggingakerfi og margt fleira. Þannig að þetta er alveg stórt verkefni en mjög spennandi,” segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Fram kom hjá Helga að kornrækt var mest á Íslandi 2010 en þá voru um 16 þúsund tonn framleidd en nú eru þau ekki nema um tíu þúsund. Það þykir því mikil ástæða til að spýta í lófana og rækta miklu meira korn í ljósi ástandsins í heiminum. Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi enda náð góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög öflugur kornbóndi. Hann er ánægður með áhuga bænda á stofnun kornsamlags og kornvinnslu. „Menn sjá náttúrulega bara fyrir sér að það er nóg af landi hérna og kjarnfóðurverð er gríðarlega hátt og það virðist ekkert vera fara að lækka þannig að það eru þá klárlega tækifæri hérna til innlendrar fóðurframleiðslu,” segir Björgvin og bætir við. „Þetta snýst aðallega um geymslu og þurrkun á korni en það er skref, sem er ekki að fara að gerast á morgun, það þarf að undirbúa ræktunina líka og það þarf að vera eitthvað korn, sem kemur í þessa verksmiðju þegar hún verður. Þetta verður fyrsta alvöru kornþurrkunar og geymslan á Íslandi.” Í lok fundarins voru áhugasamir bændur beðnir að skrifa undir viljayfirlýsingu um að þeir vilji vera með í stofnun kornsamlags og kornvinnslu á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Undirbúningsnefnd var kosin á fundinum, sem hefur það hlutverk að halda málinu áfram en hana skipa frá frá vinstri, Örn Karlsson, Sandhóli, Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, og stjórnarmaður í Búnaðarsambandi Suðurlands, Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri og Björgvin Þór Harðarson, Laxárdal. Nefndin tók strax til starfa og kaus Björgvin sem formann nefndarinnar. Með nefndinni starfar Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skýrslan Bleikir akrar
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira