Innlent

Hélt vöku fyrir ná­grönnum sínum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn vildi ekki lækka í sér.
Maðurinn vildi ekki lækka í sér. Vísir/Vilhelm

Maður var í nótt handtekinn fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Tilkynning barst lögreglu frá nágrönnum hans um að maðurinn væri ölvaður og héldi vöku fyrir nágrönnum sínum með hávaða í sameign. Maðurinn dróg ekki úr hávaða þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli lögreglu og var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá handtók lögreglan fleiri menn í nótt. 

Einn maður var handtekinn grunaður um eignaspjöll en hann var undir áhrifum þegar hann var handtekinn. Þá var annar handtekinn grunaður um sölu fíkniefna en lögreglan horfðu á hann selja þau öðrum. Hann var því vistaður í fangageymslu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×