Segir að dómarinn hafi eitthvað á móti Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 09:32 Jürgen Klopp er ekki stærsti aðdáandi Paul Tierney. Marc Atkins/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kampakátur eftir dramatískan 4-3 sigur liðsins gegn Tottenham í gær. Þrátt fyrir það tók hann sér góðan tíma í að láta dómara leiksins, Paul Tierney, heyra það. Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Þjóðverjinn var allt annað en sáttur við það að Tierney skyldi dæma aukaspyrnu á lokakafla leiksins. Aukaspyrnu sem Heung-Min Son tók fyrir Tottenham og Richarlison jafnaði metin í 3-3 á þriðju mínútu uppbótartíma. Diogo Jota endurheimti þó forystu Liverpool örfáum andartökum síðar og tryggði liðinu þar með dramatískan 4-3 sigur. Klopp fagnaði markinu vel og innilega og lét óánægju sína um leið í ljós við fjórða dómara leiksins. Raunar missti þjálfarinn sig svo mikið í gleðinni að hann virtist togna aftan á læri í fagnaðarlátunum og Paul Tierney sýndi honum gula spjaldið fyrir athæfi sitt fyrir framan fjórða dómarann. „Við eigum okkar sögu með Tierney og ég veit í rauninni ekki hvað hann hefur á móti okkur,“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports. „Hann hefur sjálfur sagt að það séu engin vandamál okkar á milli, en það bara getur ekki verið satt.“ „Hvernig hann horfir á mig er eitthvað sem ég skil ekki. Hér á Englandi þarf enginn að útskýra neitt svona og það er virkilega erfitt að skilja þetta. Það sem hann sagði við mig þegar hann sýndi mér gula spjaldið var ekki í lagi,“ bætti Klopp við, án þess þó að taka það fram hvað Tierney á að hafa sagt við hann. "I really don’t know what this man has with us."Jurgen Klopp questioned whether referee Paul Tierney has a problem with Liverpool.#LFC | #PL pic.twitter.com/dkAbvw2HVa— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) April 30, 2023 Enska dómarasambandið PGMOL sendi svo frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem sambandið segir að Tierney hafi verið fagmannlegur í sinni nálgun. „PGMOL veit af ummælum Jürgen Klopp eftir leik liðs hans gegn Tottenham Hotspur.“ „Samskipti dómara í ensku úrvalsdeildinni eru tekin upp í öllum leikjum í gegnum samskiptabúnað þeirra og eftir að hafa farið yfir hljóðupptöku Paul Tierney úr leik dagsins getum við staðfest að hann hafi verið fagmannlegur í sínu starfi, meðal annars þegar hann aðvaraði þjálfara Liverpool.“ Þess vegna vísum við öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Tierney á bug,“ segir í ýfirlýsingu sambandsins. The PGMOL have released a statement after Jurgen Klopp’s comments about referee Paul Tierney following Liverpool’s 4-3 victory over Tottenham. pic.twitter.com/QNJt1wEBf3— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 1, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira