Bráðavandi blasi við heimilum landsins Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 10:14 Kröfugangan endar á Ingólfstorgi þar sem haldin verða ávörp. Þar fór einnig dagskrá fram árið 2019 þegar þessi mynd var tekin. Friðrik Þór Hátíðarhöld verða víða um land í dag 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Kröfuganga fer af stað frá Skólavörðuholti í Reykjavík klukkan hálf tvö en í ár eru hundrað ár frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi. Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Gangan hefst klukkan 13:00 og endar á Ingólfstorgi þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. Sonja Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins halda ræður. Kristján segir í samtali við fréttastofu að lögð verði mest áhersla á núverandi stöðu í landinu. Hann segir bráðavanda blasa við heimilum landsins. „Fólk er að upplifa náttúrulega mikla aukningu í útgjöldum hjá sér vegna hárrar verðbólgu og í rauninni sér ekki fyrir endann á þeirri þróun,“ segir hann. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir bráðavanda blasa við heimilum landsins.Vísir/Vilhelm Þá bendir Kristján að á komandi vetri verði farið í kjaraviðræður. Rýna þurfi í stöðuna og ná fram breytingum svo fólk nái endum saman. Það þurfi að vera fyrirsjáanlegur tími framundan með lágri verðbólgu og lægri vöxtum. „Þetta eru þessi stærstu atriði sem blasa við og þar mun auðvitað skipta gríðarlegu máli hvað stjórnvöld munu gera í tengslum við þetta samtal okkar og kjarasamninga framundan. Munu þau koma inn í þetta samtal með okkur og taka þátt því í að komast á betri stað? Það er kannski það sem brennur mest á okkur í dag.“ Nóg um að vera Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi bjóða verkalýðsfélög fólki í kaffi og með því. Til að mynda býður BSRB fólk velkomið í Grettisgötu 89 eftir fundinn, Efling í Valsheimilinu og VR í anddyri Laugardalshallarinnar. Hitað verður upp fyrir kröfugönguna með skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna á Klambratúni. Jónsi í Svörtum fötum stýrir dagskránni sem hefst klukkan 11:30. Hlaupaleiðin er einn og hálfur kílómetri, þáttaka er ókeypis og fá allir þáttakendur verðlaunapening. Þá verður Sirkus Íslands á svæðinu og hljómsveitin Celebs ætlar að taka lagið. Einnig er dagskrá í tilefni dagsins víðar á landinu. Á Akureyri verður safnast saman við Alþýðuhúsið og klukkan 14:00 er lagt af stað í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Hátíðardagskrá verður í Hofi að lokinni kröfugöngu. Þar verða haldnar ræður og boðið upp á kaffiveitingar. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri mætir svo og syngur. Á Selfossi verður kröfuganga frá Austurvegi 56 sem hefst klukkan 11:00. Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram. Haldnar verða ræður og mun Benedikt Búálfur syngja og skemmta börnunum. Auk þess mun Valgeir Guðjónsson koma fram. Á Akranesi mun kvennakórinn Ymur syngja, haldin verður hátíðarræða og svo verður fjöldasöngur. Að lokum verður boðið upp á kaffiveitingar. Í Fjallabyggð verður boðið upp á dagskrá milli 14:30 og 17:00 í sal að Eyrargötu 24b á Siglufirði. Þar mun 1. maí nefnd stéttarfélaganna flytja ávarp og boðið verður upp á kaffiveitingar.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira