„Við getum enn orðið Englandsmeistarar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 11:46 Mikel Arteta er ekki búinn að gefast upp í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur enn trú á því að sínir menn geti orðið Englandsmeistarar á tímabilinu. Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Arsenal hefur vermt toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar nánast allt tímabilið, en eftir tap gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City í síðustu viku og sigur City gegn Fulham í gær féll Arsenal niður í annað sæti. Arteta og lærisveinar hans eru nú einu stigi á eftir City sem á sex leiki eftir á tímabilinu á meðan Arsenal á aðeins fimm leiki eftir. Það er því ljóst að liðsmenn Arsenal þurfa að treysta á það að City tapi stigum í að minnsta kosti tveimur leikjum til að liðið geti endurheimt toppsætið og tryggt sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 19 ár. „Við höfum nú þegar afrekað eitthvað sem er mjög erfitt að afreka,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag. „Við getum enn orðið Englandsmeistarar af því að það eru fimm leikir eftir og það er mikið sem getur gerst á þeim tíma.“ „Nú þurfum við að gleyma því sem gerðist í síðustu viku, læra af því og einbeita okkur að næsta leik sem er Lundúnaslagur á heimavelli. Það er þar sem við getum bætt upp fyrir þetta,“ bætti Arteta við. 🗣️ "We can still achieve the Premier League." 🏆Mikel Arteta is not giving up the fight in the title race with five games to go pic.twitter.com/A097Lb2Hk8— Football Daily (@footballdaily) May 1, 2023 Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getur liðið með sigri endurheimt toppsæti deildarinnar í það minnsta tímabundið.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira