Jemenar og Sýrlendingar sitja eftir með sárt ennið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2023 11:33 Frá móttöku flóttamanna í Sádi-Arabíu fyrr í vikunni. AP Sádi-Arabar hafa unnið hörðum höndum við að koma fólki frá Súdan vegna átaka sem geisa yfir þar í landi. Einungis eru það ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem þeir taka á móti en þúsundir manna hafa beðið í höfninni svo dögum skiptir með von um að komast úr landi. Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi. Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Þúsundir manna reyndu að flýja Súdan í nótt vegna átaka þar sem nú standa yfir þar í landi. Nýlega var samið um vopnahlé í landinu sem hefur þó ítrekað verið brotið af bæði stjórnarher Súdan og uppreisnasveita RSF. Á fimmta hundrað almennra borgara hafa látið lífið í átökunum og þúsundir særst. Erfiðlega hefur gengið að koma sjúkragögnum til höfuðborgar landsins, Khartoum, vegna átakanna. Að mati Rauða krossins verður það ekki hægt fyrr en vopnahléið verður virt af báðum fylkingum. Í nótt mætti hersveit frá Sádi-Arabíu í eina af höfnum Súdan til að koma fólki úr landi. Fjöldi erlendra miðla, þar á meðal CNN og Breska ríkisútvarpið, fylgdust með í nótt þegar fólk, sem hafði ferðast 860 kílómetra frá höfuðborginni Khartoum, freistaði þess að komast í burt með skipi í gegnum stærstu höfn landsins, Port Sudan. Siglingin frá Port Sudan til hafnarborgarinnar Jeddah tekur um tíu klukkustundir. Klippa: Sádi-Arabar taka á móti flóttafólki frá Súdan Fjöldi fólks hefur verið fast þar svo dögum skiptir og bíður með von um að komast í burtu með næsta skipi sem kemur. Sádí-Arabía hefur ákveðið að taka á móti einhverjum þeirra og bjóða þeim upp á hótelgistingu í örfáa daga áður en það verður sent til annarra landa. Fólkinu hefur þó verið gert ljóst að Sádi-Arabarnir ætli ekki greiða fyrir dvölina heldur muni þeir krefjast greiðslu frá heimaríki fólksins. Því eru það einungis ríkisborgarar annarra landa en Súdan sem fá að ferðast með skipum hersins. Síðan Sádi-Arabar fóru að ferja fólk yfir hafið hafa fimm þúsund manns frá yfir hundrað ríkjum farið þangað frá Súdan. Sádi-Arabar hafa nýtt sér þetta til þess að efla tengsl sín við nágrannaþjóð sína Íran en til stendur að opna á ný sádi-arabískt sendiráð í höfuðborg Íran á næstunni. Aðrar þjóðir eru ekki jafn heppnar eins og Jemenar og Sýrlendingar en Sádi-Arabar hafa gefið út að þeir vilji ekki taka við of mörgum frá þessum löndum þar sem þá þyrfti að reka þau aftur í lönd þar sem einnig er stríð í gangi.
Súdan Sádi-Arabía Tengdar fréttir Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00 Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38 Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Vopnahlé brotið í Súdan Átök í Súdan hófust aftur snemma í morgun eftir nokkurra daga vopnahlé. Heyra mátti sprengingar í höfuðborginni Khartoum og nærliggjandi borgum. 29. apríl 2023 10:00
Flytja bandaríska erindreka frá Khartoum í skugga átaka Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun. 23. apríl 2023 07:38
Átökin í Khartoum breiðast út um allt Súdan Hörð átök geysa nú um allt Afríkuríkið Súdan þar sem stríðandi hópar takast nú á um völdin. 17. apríl 2023 07:33