Hvetur fólk til að bretta upp ermar og mótmæla Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 13:11 Formaður VR segir að staðan eigi eftir að versna og hvetur fólk því til að mótmæla. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður VR er harðorður í grein sem hann skrifar í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins sem haldinn er í dag. Hann segir stjórnvöld hér á landi og Seðlabankann hafa tekið sér stöðu gegn fólkinu í landinu. Að hans sögn hefur verkalýðshreyfingin þó sjaldan verið í betra formi til að láta til skarar skríða. „Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Stjórnvöld og Seðlabankinn hafa tekið sér stöðu. Stöðu gegn fólkinu í landinu og stöðu með sérhagsmunaöflunum og fjármálakerfinu. Um það verður ekki deilt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í aðsendri grein sem birt var á Vísi í morgun. Ragnar segir stjórnmálin og peningastefnu Seðlabankans hafa brugðist skyldum sínum og hlutverki. Það sé þó ekki það eina, stjórnvöld og Seðlabankinn hafa að sögn Ragnars gert illt verra. „Það sorglega í þessu er að þessi staða þarf alls ekki að vera svona. Hún er að stórum hluta heimatilbúin og afleiðing upplýstra ákvarðana. Alls staðar í kringum okkur hafa ríki sem við berum okkur gjarnan saman við farið í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við afkomukreppu fólks, hvort sem um er að ræða hóflegar vaxtahækkanir, leigubremsu og launahækkanir, eða ýmsar mikilvægar mótvægisaðgerðir eins og hvalrekaskatt á ofur hagnað fyrirtækja.“ Kosningaloforð séu svikin jafnóðum Ragnar segir að hér á landi sé ekki það sama uppi á teningnum og annars staðar. Hér sé frelsi til að græða í algjörum forgangi. „Árum saman hefur þessi staða verið og árum saman hefur hún fengið að versna þrátt fyrir fögur fyrirheit í aðdraganda kosninga. Það er allt svikið jafnóðum,“ segir hann. Þá fer Ragnar yfir það hvernig hann sér stöðuna á Íslandi í dag. Þjónusta sé að minnka og fjármagn að færast frá almenningi á meðan þeim sem mest eiga er hlíft. „Á meðan samanburðarlöndum gengur betur að vinna gegn verðbólgu og lífskjaraskerðingu en okkur, eru settir milljarðar í að halda þjóðarleiðtogasýningu.“ Ragnar segir að á meðan séu fyrirtæki að græða sem aldrei fyrr og að fjármálakerfið slái um sig með steinprýddum glerhöllum fyrir gróða sem eykst á kostnað almennings. „Við verðum að rísa upp“ Undir lok greinarinnar segir Ragnar að verkalýðsbaráttan sé sterk, hún hafi sjaldan eða aldrei verið í betra formi til að taka slaginn. Þá segir hann að framundan séu mótmæli. „Spillingin er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig alls staðar í stjórnsýslunni. Það er aðeins ein leið til að vinna bug á henni. Rísum upp!“ Rætt var Ragnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og tók hann þar í svipaða strengi og hann gerði í greininni. „Staðan sem hefur verið að myndast, þessi lífskjarakrísa eða kreppa, hefur verið að magnast og versna, stjórnvöld hafa staðið aðgerðalaus hjá og Seðlabankinn gert illt verra. Þannig það er eins gott að standa saman og bretta upp ermar,“ segir hann. Klippa: Ragnar Þór um verkalýðsdaginn „Staðan á eftir að versna. Það er alveg ljóst að við munum ekki ná árangri með samtalinu einu saman. Fólkið verður einfaldlega að flykkja sér á bakvið okkur, við verðum að rísa upp og við verðum að mótmæla.“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira