40 þúsund dósir á dag hjá Dósaseli í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 21:03 Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels, sem hrósar vinnustaðnum og hún ætlar sér að vinna þar í mörg ár í viðbót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil og merkileg starfsemi fer fram í Dósaseli í Reykjanesbæ, sem er verndaður vinnustaður. Þar tekur starfsfólkið á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi en flokkunarvélar sjá um að umbúðirnar fari á rétta staði. Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+ Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+
Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira