Samkvæmt frétt Guardian var maðurinn handtekinn við hlið hallarinnar en engu skoti var hleypt af og enginn er særður. Karl konungur var ekki staddur í höllinni þegar maðurinn kastaði haglaskotunum að höllinni.
Tekið er fram í frétt Guardian að ekki sé talið að um hryðjuverk sé að ræða.
Sky segir manninn grunaðan um vörslu vopns og hefur miðillinn það eftir lögreglunni í Lundúnum.
Nokkur viðbúnaður er við höllina en verið er að undirbúa krýningu Karls Bretakonungs sem fer fram um næstu helgi. Þá hefur svæðið verið lokað af eftir að maðurinn var handtekinn.