Reikna með netárásum ógnahópa og mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:10 Aðalumræðuefni leiðtogafundarins í Hörpu verður innrásin í Úkraínu. Reikna má með því að óprúttnir aðilar standi fyrir netárásum í kringum fundinn. Vísir/Vilhelm Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda reiknar með að ógnahópar og mótmælendur nýti sér leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík til þess að vekja á sér athygli með netárásum. Þær árásir gætu ekki aðeins beinst að fundinum sjálfum heldur íslenskum fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast honum ekki. Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta. Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Tugir leiðtoga Evrópuríkja eru væntanlegir á fundinn í Hörpu sem fer fram dagana 16.-17. maí. Mikil öryggisgæsla verður vegna fundarins og verður götum í stórum hluta miðborgarinnar lokað fyrir bílaumferð á meðan. Yfirvöld huga einnig að stafrænum árásum í kringum fundinn. Í tilkynningu CERT-IS, netöryggissveitar íslenskra stjórnvalda, segir að það sé samdóma álit sérfræðinga hennar að gera megi ráð fyrir því að„ógnahópar og mótmælendur“ nýti viðburðinn til að vekja á sér athygli með netárásum á íslenskt netumhverfi. Markmið slíkra árásanna gæti annars vegar verið að trufla framvindu fundarins, til dæmis með því að ráðast á útsendingu frá honum. Hins vegar gætu árásarhópar ráðist á íslensk fyrirtæki og stofnanir sem eru alls ótengd fundinum með það fyrir augum að valda almennum truflunum og óþægindum. „CERT-IS telur að það sé full ástæða fyrir fyrirtæki og stofnanir að gera ráðstafanir fyrir sína stafrænu innviði í aðdraganda fundarins,“ segir í tilkynningunni. Leggur sveitin til ýmsar ráðstafanir sem rekstarstjórar net- og upplýsingakerfa ættu að athuga fyrir fundinn. Á meðal þeirra er að tryggja mönnun á meðan á fundi stendur, hafa tveggja þátta auðkenningu á mikilvægum kerfum, yfirfara eldveggi og auka vitund starfsfólks um vefveiðapósta.
Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tölvuárásir Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira