10 ár Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 3. maí 2023 17:01 Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þennan dag, þann 3. maí fyrir nákvæmlega einum áratugi síðan, hlaut Siðmennt opinbera skráningu sem lífsskoðunarfélag og fékk við það sömu réttindi og trúfélög, hlutdeild í úthlutun sóknargjalda og vígsluréttindi. Þessi breyting átti sér stað í kjölfar uppfærslu á landslögum, sem fyrr um árið höfðu loksins heimilað skráningu lífsskoðunarfélaga sem ekki byggðust á trú á yfirnáttúruleg öfl, heldur hefðu þess í stað veraldlegan gildagrundvöll og fjölluðu um siðferðisleg málefni. Þessi litla breyting á landslögum hefur svo sannarlega haft meiri áhrif á líf og leiki húmanista heldur en mörg okkar hefði órað fyrir. Snjóboltinn rúllar af stað Á þessum tímapunkti spannaði félagsskráin aðeins um 300 húmanista, sem flest höfðu gengið í Siðmennt vegna tengsla við borgaralegar fermingar eða ástríðu fyrir trúfrelsi. Við það að verða skráð lífsskoðunarfélag fékk félagið svo ýmis réttindi til viðbótar við aðild að sóknargjöldum eins og heimild til að gifta fólk á löglegan máta, og að mörgu leyti eru þessi tvö atriði snjókornin sem urðu að snjóbolta sem síðan byrjaði að rúlla. Þessi snjóbolti er nú orðinn ansi myndarlegur; 5400 félagar, yfir 500 athafnir á ári og 15% af árgangi fjórtán ára unglinga hverju sinni. Á síðustu 10 árum hefur félagið næstum tuttugufaldast að stærð og sóknargjöldin hafa gert okkur kleift að byggja upp innviði, ráða starfsfólk og auka fagmennsku í starfseminni. Ótal augnablik Áhrifin margfaldast. Á bak við þessar tölur eru fjölmargar fjölskyldur sem fengu að upplifa sína draumaathöfná lífsins tímamótum. Sem hefja hjúskap sinn með húmanísk gildi til grundvallar, í athöfn sem kjarnast í persónulegri nálgun, hjartnæmri frásögn og misvellukkuðum einkahúmor. Sem bjóða barn velkomið í heiminn, með aðstoð athafnastjóra sem heldur utan um stundina þar sem við fáum jafnvel að heyra nýtt nafn og minna okkur á hvernig við getum verið til staðar fyrir hvítvoðunginn. Sem kveðja ástvin, eða útskrifa ungling og taka inn í fullorðinna tölu, að undangengnu námskeiði sem hefur fengið fermingarbarnið til að pæla í lífsins ráðgátum, samskiptum og samfélagi. Á bak við þessar tölur eru ótal augnablik þar sem Siðmennt snerti líf fólks. Heill áratugur af faðmlögum, bröndurum og barnabrosum. Tíu ár eru í senn langur og stuttur tími. Bara sandkorn í stóra samhengi alheimsins en eilífð í lífi barns. Siðmennt er ekki sama félag og það var fyrir áratug síðan, þó enn séu kjarnagildin hin sömu. Félagið hefur þurft að þroskast samhliða þessum vexti og þetta ferðalag hefur verið stórskemmtilegt kapphlaup, en líka oft á tíðum erfitt. Við höfum gert ýmsar breytingar, þróað þjónustuna og prófað nýja hluti. Jöfnuður og jarðvegur Þegar litið er yfir farinn veg má sjá félag í örum vexti, sem grær eftir þeim aðstæðum sem eru fyrir hendi. Íslenskir húmanistar hafa grætt mikið á þeim réttindum sem félagið öðlaðist þegar skráning veraldlegra lífsskoðunarfélaga var heimiluð; en jarðvegurinn er enn ekki fullkomlega eins og mörg okkar myndu óska sér. Yfirvöld hafa sannarlega ennþá mýmörg tækifæri til betrumbóta, vilji þau skapa samfélag þar sem fólk er sannarlega jafn rétthátt óháð trúarskoðunum. Það er algjör óþarfi að trúfélagsskráning erfist og að sama skapi er hvimleitt að ekki séu gerðar almennilegar kröfur til þeirra félaga sem hljóta ríkisstuðning. Það er ótækt að sálgæsla á heilbrigðisstofnunum henti bara sumu fólki og að grunnskólabörn séu sett í þá stöðu að afhjúpa lífsskoðanir sínar, eða kyngja ellegar trúboði. Þá hlýtur aðskilnaður ríkis og kirkju að vera tímaspursmál í nútímasamfélagi og það væri eðlilegt að yfirvöld myndu leggja sterkari drög að því ferli. Fullu trúfrelsi hefur alls ekki verið náð á Íslandi, en síðustu ár hafa svo sannarlega sýnt að fjölbreytni er góð og að hún hvetur til grósku um gjörvallan völlinn. Um leið og ég er þakklát fyrir þær jákvæðu lagabreytingar sem þegar hafa átt sér stað, hvet ég stjórnvöld til að nýta þessi tímamót til að halda ótrauð áfram í þessa átt. Við getum betur. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og á tíu ára félagsaðildarafmæli í dag. Greinin er rituð í tilefni af tíu ára afmæli skráningar Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun