Sjáðu kolólöglegu vítavörsluna og háspennuna í Eyjum og á Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 09:00 Mariam Eradze reyndist hetja Vals gegn Stjörnunni í gær. VÍSIR/VILHELM Spennan og dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta í gærkvöld þar sem úrslitin réðust í blálokin. Kolólögleg vítavarsla skipti sköpum í Eyjum. ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
ÍBV og Valur komust bæði í gær í 2-1 í undanúrslitaeinvígum sínum við Hauka og Stjörnuna. Báðir leikirnir unnust með einu marki. Í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport var farið yfir lokakaflana í leikjunum. Þar mátti meðal annars sjá þegar Haukar gátu komist í 20-19 gegn ÍBV, þegar hálf mínúta var eftir, en Marta Wawrzynkowska varði þá með kolólöglegum hætti vítakast Elínar Klöru Þorkelsdóttur með því að fara of framarlega áður en vítið var tekið. Deildarmeistarar ÍBV nýttu sér þetta og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði sigurmarkið nánast á síðustu sekúndu, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Hauka, en lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli ÍBV og Hauka „Þarna vantar einhvern til að koma og negla hana [Hönnu] bara,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sem vildi helst fá leikinn í framlengingu enda hafi lokamínútur leiksins verið stórkostlegar. Spennan var ekki síðri á Hlíðarenda þar sem Helena Rut Örvarsdóttir náði að jafna metin í 24-24 þegar 18 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og stillti upp í lokasóknina. Þar bjuggust sjálfsagt flestir við skoti frá Theu Imani Sturludóttur en hún gaf til hliðar á Mariam Eradze sem skoraði sigurmarkið með frábæru gólfskoti. Lokakaflann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakafli Vals og Stjörnunnar Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur ÍBV Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 20-19 | ÍBV komið í 2-1 eftir dramatískan sigur Deildarmeistarar ÍBV eru komnir í 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum í Olís-deild kvenna eftir eins marks sigur í Eyjum í kvöld. Sigurmark ÍBV kom á lokaandartökum leiksins. 3. maí 2023 21:09
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 25-24| Mariam Eradze hetja Vals Valur vann eins marks sigur á Stjörnunni 25-24. Mariam Eradze skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. Valur er komið með forystuna í einvíginu 2-1. 3. maí 2023 19:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða