Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 12:01 Ísak Rafnsson mætir sínu gamla liði FH í undanúrslitarimmu sem gæti teygt sig í fimm leiki. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira