„Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2023 22:30 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. „Þetta er auðvitað besta byrjun sem við höfum átt og við erum efst í deildinni sem er gott því við höfum aldrei verið þar áður, allavega kvennamegin. Þannig að það er gott þó að það sé svona snemma í mótinu,“ sagði Nik að leik loknum. „En að ná í sex stig þó við séum ekkert að spila sérstaklega vel er virkilega ánægjulegt.“ Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku forystuna strax á fimmtu mínútu. Liðið hefði átt að tvöfalda forystuna stuttu síðar, en í staðinn jöfnuðu Selfyssingar fyrir hálfleikshléið og staðan var því 1-1 þegar gengið ver til búningsherbergja. „Eftir þessar tíu mínútur fannst mér bæði lið frekar slök. Bæði lið voru að nýta sér mistök andstæðingana þannig að það var bara fínt að komast inn í hálfleikinn til að ná að tala við stelpurnar og róa þær aðeins. Selfyssingar hefðu auðveldlega getað skorað annað mark því við vorum ekki að spila vel og við vorum ekki að ná að tengja saman sendingar. Við náðum að róa okkur aðeins fyrir seinni hálfleikinn og vorum mun betri.“ Síðari hálfleikur bauð svo að miklu leyti upp á það sama og sá fyrri og liðunum gekk illa að skapa sér færi. Sæunn Björnsdóttir sá hins vegar til þess að gestirnir tóku stigin þrjú með fallegu skoti af vítateigshorninu. „Við vorum að halda boltanum ágætlega framarlega á vellinum, en við vorum ekki að finna þessar lokasendingar. Við gerðum breytingu og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] kom inn og gaf okkur aðeins meiri orku. Það sama á við um Sierra [Marie Lelii] og Ísabellu [Önnu Húbertsdóttur].“ „En ég er virkilega ánægður fyrir hönd Sæunnar að hafa skorað þetta mark því hún á þetta inni og hún getur verið mun sókndjarfari, en hún þarf að hafa trú og sjálfstraust.“ „Ekki gott þegar þessu er bara hent í okkur á síðustu stundu“ Leikur kvöldsins átti upphaflega að fara fram síðastliðinn mánudag, en vegna óvænts snjóþunga þurfti að fresta honum um tvo daga. Leikurinn átti því að fara fram í gær, miðvikudag, en honum var aftur frestað svo hægt væri að sýna hann í sjónvarpi. Nik var gríðarlega ósáttur við þessar tilfæringar á leiknum og sendi frá sér yfirlýsingu á þriðjudaginn þar sem hann sagðist ekki ætla að ræða við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leik kvöldsins og jafnvel eitthvað lengra inn í sumarið, en eftir samtal við forsvarsmenn Sýnar og Stöðvar 2 snerist honum hugur. „Ég talaði við fólk hjá Stöð 2 og þau útskýrðu sína hlið á málinu. Það voru ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér. Að það skyldi vanta svona upp á upplýsingaflæðið og samskipti milli aðila. Ég ætla ekki að fara út í allt of mikil smáatriði og benda fingrum, en við áttum gott samtal og við fengum að vita að þetta væri ekki Stöð 2 að kenna.“ „Þau létu KSÍ vita að það væri ekki hægt að sýna leikinn á miðvikudaginn, en þetta er samtal sem allir aðilar hefðu átt að eiga í síðasta lagi á sunnudaginn. Við hefðum líklega alltaf spilað þannan leik í dag, en þá hefðum við Björn [Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss] skipulagt okkar undirbúning mun betur.“ „Það er ekki gott þegar þessu er bara hent í okkur á síðustu stundu og eins og ég segi þá er þetta bara spurning um samskipti. Við viljum færa leikinn á hærra plan, en eftir að hafa verið hérna svona lengi, bæði sem leikmaður og nú sem þjálfari, þá hef ég ekki séð miklar framfarir.“ „Við þurfum að fá aðila frá öllum hlutaðeigandi, frá KSÍ, Stöð 2, ÍTF og þjálfarasamtökunum, til að setjast niður og ræða þessi mál. Hvernig við getum komið leiknum á hærra plan og til að koma í veg fyrir að svona gerist.“ Þá segist Nik vona að hægt sé að nýta þetta atvik til lærdóms og færa leikinn upp á hærra plan. „Ég vona það. Svo lengi sem samtalið á sér stað, og það er það sem þarf að gerast. Að fólk taki ábyrgð og hugsi með sér hvernig hægt sé að nýta þetta til að horfa fram á veginn. Það er það sem við viljum að gerist, en hvort að það gerist er annað mál,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
„Þetta er auðvitað besta byrjun sem við höfum átt og við erum efst í deildinni sem er gott því við höfum aldrei verið þar áður, allavega kvennamegin. Þannig að það er gott þó að það sé svona snemma í mótinu,“ sagði Nik að leik loknum. „En að ná í sex stig þó við séum ekkert að spila sérstaklega vel er virkilega ánægjulegt.“ Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og tóku forystuna strax á fimmtu mínútu. Liðið hefði átt að tvöfalda forystuna stuttu síðar, en í staðinn jöfnuðu Selfyssingar fyrir hálfleikshléið og staðan var því 1-1 þegar gengið ver til búningsherbergja. „Eftir þessar tíu mínútur fannst mér bæði lið frekar slök. Bæði lið voru að nýta sér mistök andstæðingana þannig að það var bara fínt að komast inn í hálfleikinn til að ná að tala við stelpurnar og róa þær aðeins. Selfyssingar hefðu auðveldlega getað skorað annað mark því við vorum ekki að spila vel og við vorum ekki að ná að tengja saman sendingar. Við náðum að róa okkur aðeins fyrir seinni hálfleikinn og vorum mun betri.“ Síðari hálfleikur bauð svo að miklu leyti upp á það sama og sá fyrri og liðunum gekk illa að skapa sér færi. Sæunn Björnsdóttir sá hins vegar til þess að gestirnir tóku stigin þrjú með fallegu skoti af vítateigshorninu. „Við vorum að halda boltanum ágætlega framarlega á vellinum, en við vorum ekki að finna þessar lokasendingar. Við gerðum breytingu og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] kom inn og gaf okkur aðeins meiri orku. Það sama á við um Sierra [Marie Lelii] og Ísabellu [Önnu Húbertsdóttur].“ „En ég er virkilega ánægður fyrir hönd Sæunnar að hafa skorað þetta mark því hún á þetta inni og hún getur verið mun sókndjarfari, en hún þarf að hafa trú og sjálfstraust.“ „Ekki gott þegar þessu er bara hent í okkur á síðustu stundu“ Leikur kvöldsins átti upphaflega að fara fram síðastliðinn mánudag, en vegna óvænts snjóþunga þurfti að fresta honum um tvo daga. Leikurinn átti því að fara fram í gær, miðvikudag, en honum var aftur frestað svo hægt væri að sýna hann í sjónvarpi. Nik var gríðarlega ósáttur við þessar tilfæringar á leiknum og sendi frá sér yfirlýsingu á þriðjudaginn þar sem hann sagðist ekki ætla að ræða við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leik kvöldsins og jafnvel eitthvað lengra inn í sumarið, en eftir samtal við forsvarsmenn Sýnar og Stöðvar 2 snerist honum hugur. „Ég talaði við fólk hjá Stöð 2 og þau útskýrðu sína hlið á málinu. Það voru ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér. Að það skyldi vanta svona upp á upplýsingaflæðið og samskipti milli aðila. Ég ætla ekki að fara út í allt of mikil smáatriði og benda fingrum, en við áttum gott samtal og við fengum að vita að þetta væri ekki Stöð 2 að kenna.“ „Þau létu KSÍ vita að það væri ekki hægt að sýna leikinn á miðvikudaginn, en þetta er samtal sem allir aðilar hefðu átt að eiga í síðasta lagi á sunnudaginn. Við hefðum líklega alltaf spilað þannan leik í dag, en þá hefðum við Björn [Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss] skipulagt okkar undirbúning mun betur.“ „Það er ekki gott þegar þessu er bara hent í okkur á síðustu stundu og eins og ég segi þá er þetta bara spurning um samskipti. Við viljum færa leikinn á hærra plan, en eftir að hafa verið hérna svona lengi, bæði sem leikmaður og nú sem þjálfari, þá hef ég ekki séð miklar framfarir.“ „Við þurfum að fá aðila frá öllum hlutaðeigandi, frá KSÍ, Stöð 2, ÍTF og þjálfarasamtökunum, til að setjast niður og ræða þessi mál. Hvernig við getum komið leiknum á hærra plan og til að koma í veg fyrir að svona gerist.“ Þá segist Nik vona að hægt sé að nýta þetta atvik til lærdóms og færa leikinn upp á hærra plan. „Ég vona það. Svo lengi sem samtalið á sér stað, og það er það sem þarf að gerast. Að fólk taki ábyrgð og hugsi með sér hvernig hægt sé að nýta þetta til að horfa fram á veginn. Það er það sem við viljum að gerist, en hvort að það gerist er annað mál,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45