Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 22:27 Ágúst sagði að hans ungu leikmenn hefðu verið sparkaðir út úr leiknum. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur. „Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
„Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira