„Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. maí 2023 22:57 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Þrótti á heimaveli í Bestu-deild kvenna í kvöld. „Þetta var bara jafn og skemmtilegur leikur fannst mér. Þróttararnir líklega betri og áttu líklega skilið að vinna þrátt fyrir frekar jafnan leik,“ sagði Björn að leik loknum. Þróttur byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og tók forystuna strax á fimmtu mínútu og heimakonur voru í raun stálheppnar að vera ekki 2-0 undir stuttu síðar. Fljótlega eftir það róaðist þó leikurinn, en Björn segir að sínar konur hafi verið hálf sofandi framan af fyrri hálfleik. „Við reyndum bara að halda einbeitingu. Þetta var náttúrulega algjört klúður þetta fyrsta mark sem við gefum og mér fannst svona hálfgerður sofandaháttur á mínu liði í fyrri hálfleik þó svo að þegar við vorum á boltanum þá gerum við ágætlega. En varnarlega vorum við ekki alveg tengdar.“ Þá áttu Selfyssingar í stökustu vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og oft á tíðum gekk uppspil þeirra illa. „Mér fannst við oft komast út úr pressunni þeirra, en það bara munar ótrúlega mikið um 38 ára gömlu konuna sem er vön að vera í varnarlínunni hjá okkur. Við fundum það alveg í dag,“ sagði Björn og átti þá við hina margreyndu landsliðskonu Sif Atladóttur sem var stödd erlendis og gat því ekki leikið með Selfyssingum í kvöld. „Við fengum ýmis svör og við finnum það að hún er enn þá helvíti mikilvæg hjá okkur. En við erum bara að vinna með fullt af ungum leikmönnum sem eru að reyna að vinna sér inn leikreynslu og það þarf bara að fá að koma hægt og bítandi. Það var gaman að sjá Emelíu [Óskarsdóttur] og Sigríði [Guðmundsdóttur] byrja leikinn og þær þurfa að fá að sjá þessar mínútur og þessar aðstæður aftur og aftur til þess að við verðum hættulegri.“ Þá skapaðist mikil umræða í vikunni sökum þess að leik kvöldsins var frestað í tvígang. Fyrst um tvo daga vegna snjóþunga á Selfossi og síðan um annan dag svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, hótaði því að ræða ekkert við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar í kringum leikinn vegna málsins og Björn tók undir með kollega sínum og sagði málið vanvirðingu gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Ég náttúrulega veit ekkert almennilega hvað hann ætlar að gera með þetta. En við erum alveg búnir að ræða þetta okkar á milli og ein og þetta blasti við mér upprunalega þegar ákvörðunin er tekin 90 mínútum fyrir liðsfund þegar ég ætla að fara að undirbúa liðið fyrir leik, daginn fyrir leik eins og það átti að vera, þá fauk í mig.“ „Skilaboðin sem við fáum eru þau að þetta hafi með sjónvarpsútsendingu að gera og þá er ég alveg jafn brjálaður út í Sýn eða Stöð 2 Sport eða hvað sem batteríið heitir eins og KSÍ. Svo kemur á daginn að Stöð 2 er búin að vera að flagga fyrir því að það væri ekki hægt að senda út leikinn og KSÍ hefði kannski átt að vera búið að taka ákvörðun um þetta fyrir lengri tíma síðan.“ „En að mótanefnd skuli hittast svona skömmu fyrir leik hjá okkur og taka þessa ákvörðun finnst mér algjört glapræði og algjört virðingaleysi gagnvart tíma okkar, tíma sjálfboðaliða og bara því hvernig við reynum að stilla upp okkar viku.“ „Að því sögðu þá hefur það engin áhrif á það hvernig þessi leikur spilast, nema bara að við þurfum að breyta öllum aðdraganda að leiknum, öllum aðdraganda að næsta leik og því sem fylgir þessum leik. Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört. Ég veit ekki hvort þetta hefði gerst ef það hefði þurft að fresta leik í karlaboltanum og ég nenni ekki að spekúlera of mikið í því.“ „Nú er þetta bara búið og við lögðum þetta til hliðar og við ætlum ekkert að vera í einhverjum mótmælum gagnvart ykkur, en ég vona bara að við og önnur lið lendi ekki í svona aftur. Bara áfram gakk,“ sagði Björn að lokum. Besta deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. 4. maí 2023 22:30 Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45 Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. 2. maí 2023 17:54 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
„Þetta var bara jafn og skemmtilegur leikur fannst mér. Þróttararnir líklega betri og áttu líklega skilið að vinna þrátt fyrir frekar jafnan leik,“ sagði Björn að leik loknum. Þróttur byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og tók forystuna strax á fimmtu mínútu og heimakonur voru í raun stálheppnar að vera ekki 2-0 undir stuttu síðar. Fljótlega eftir það róaðist þó leikurinn, en Björn segir að sínar konur hafi verið hálf sofandi framan af fyrri hálfleik. „Við reyndum bara að halda einbeitingu. Þetta var náttúrulega algjört klúður þetta fyrsta mark sem við gefum og mér fannst svona hálfgerður sofandaháttur á mínu liði í fyrri hálfleik þó svo að þegar við vorum á boltanum þá gerum við ágætlega. En varnarlega vorum við ekki alveg tengdar.“ Þá áttu Selfyssingar í stökustu vandræðum með að skapa sér færi í leiknum og oft á tíðum gekk uppspil þeirra illa. „Mér fannst við oft komast út úr pressunni þeirra, en það bara munar ótrúlega mikið um 38 ára gömlu konuna sem er vön að vera í varnarlínunni hjá okkur. Við fundum það alveg í dag,“ sagði Björn og átti þá við hina margreyndu landsliðskonu Sif Atladóttur sem var stödd erlendis og gat því ekki leikið með Selfyssingum í kvöld. „Við fengum ýmis svör og við finnum það að hún er enn þá helvíti mikilvæg hjá okkur. En við erum bara að vinna með fullt af ungum leikmönnum sem eru að reyna að vinna sér inn leikreynslu og það þarf bara að fá að koma hægt og bítandi. Það var gaman að sjá Emelíu [Óskarsdóttur] og Sigríði [Guðmundsdóttur] byrja leikinn og þær þurfa að fá að sjá þessar mínútur og þessar aðstæður aftur og aftur til þess að við verðum hættulegri.“ Þá skapaðist mikil umræða í vikunni sökum þess að leik kvöldsins var frestað í tvígang. Fyrst um tvo daga vegna snjóþunga á Selfossi og síðan um annan dag svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, hótaði því að ræða ekkert við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar í kringum leikinn vegna málsins og Björn tók undir með kollega sínum og sagði málið vanvirðingu gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Ég náttúrulega veit ekkert almennilega hvað hann ætlar að gera með þetta. En við erum alveg búnir að ræða þetta okkar á milli og ein og þetta blasti við mér upprunalega þegar ákvörðunin er tekin 90 mínútum fyrir liðsfund þegar ég ætla að fara að undirbúa liðið fyrir leik, daginn fyrir leik eins og það átti að vera, þá fauk í mig.“ „Skilaboðin sem við fáum eru þau að þetta hafi með sjónvarpsútsendingu að gera og þá er ég alveg jafn brjálaður út í Sýn eða Stöð 2 Sport eða hvað sem batteríið heitir eins og KSÍ. Svo kemur á daginn að Stöð 2 er búin að vera að flagga fyrir því að það væri ekki hægt að senda út leikinn og KSÍ hefði kannski átt að vera búið að taka ákvörðun um þetta fyrir lengri tíma síðan.“ „En að mótanefnd skuli hittast svona skömmu fyrir leik hjá okkur og taka þessa ákvörðun finnst mér algjört glapræði og algjört virðingaleysi gagnvart tíma okkar, tíma sjálfboðaliða og bara því hvernig við reynum að stilla upp okkar viku.“ „Að því sögðu þá hefur það engin áhrif á það hvernig þessi leikur spilast, nema bara að við þurfum að breyta öllum aðdraganda að leiknum, öllum aðdraganda að næsta leik og því sem fylgir þessum leik. Þar finnst mér virðingaleysið vera algjört. Ég veit ekki hvort þetta hefði gerst ef það hefði þurft að fresta leik í karlaboltanum og ég nenni ekki að spekúlera of mikið í því.“ „Nú er þetta bara búið og við lögðum þetta til hliðar og við ætlum ekkert að vera í einhverjum mótmælum gagnvart ykkur, en ég vona bara að við og önnur lið lendi ekki í svona aftur. Bara áfram gakk,“ sagði Björn að lokum.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir „Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. 4. maí 2023 22:30 Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45 Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. 2. maí 2023 17:54 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
„Ýmsar upplýsingar sem bárust ekki til okkar og það var það sem fór í taugarnar á mér“ Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna, var að vonum ánægður með sigur síns liðs gegn Selfyssingum í kvöld. Leik kvöldsins hafði verið frestað í tvígang og Nik hafði hótað því að ræða ekki við fjölmiðlafólk á vegum Sýnar eftir leikinn, en eftir að hafa rætt málin snérist honum hugur. 4. maí 2023 22:30
Umfjöllun: Selfoss - Þróttur 1-2 | Þróttur unnið fyrstu tvo en Selfoss enn án stiga Þróttur vann góðan 2-1 útisigur er liðið heimsótti Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu, en Selfyssingar eru enn án stiga. 4. maí 2023 21:45
Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. 2. maí 2023 17:54