Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 09:08 Merki rússneska málaliðahópsins Wagner Group. Liðsmenn hans hafa borið hitann og þungann af árás Rússa á borgina Bakhmút í Úkraínu. Vísir/EPA Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira