Viðurkennir að hafa misst prófið Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 12:25 Sigmar Vilhjálmsson mun hjóla í sumar. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. „Ég áskil mér ávallt rétt til að skipta um skoðun,“ segir Sigmar, sem oftast er kallaður Simmi Vill, í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hann hefur í gegnum tíðina verið talsmaður einkabílsins og fett fingur út í þau sem segja að hægt sé að komast út um allt á hjóli. Nú eru breyttir tímar og Sigmar ætlar að hjóla í allt sumar. „Við skulum samt ekkert halda niðri í okkur andanum, ég er bara búinn með einn dag,“ segir hann og bætir við að honum finnist það „algjör brandari“ hve mikla athygli það hefur vakið að hann ætli sér að hjóla í sumar. Fyrsti dagurinn gekk vel að mati Sigmars sem hjólaði frá Granda og upp í Mosó í gær, þó hann sé aumur í rassinum. „Ég viðurkenni það að ég er með ögn rasssæri eftir daginn í gær,“ segir hann. „Ég ætla að vona að þetta sé svona eins og með harðsperrurnar, þegar maður fær harðsperrur þá þarf maður bara að fara út að hlaupa til að losa sig við þær og ég er að fara aftur að hjóla.“ Sigmar fylgdist vel með aðstæðum á meðan hann hjólaði þessa leið og tók niður skýrslu: „Það voru ekkert rosalega margir að hjóla í gær, kannski var það veðrið, ég veit það ekki. Nú fer ég að hljóma eins og mega-hjólreiðamaður en það má laga aðeins hjólreiðastíginn hjá kirkjugarðinum í Grafarvoginum og þarna í skóglendinu hérna í Mosó. Þetta eru tveir staðir þar sem það mætti aðeins laga hjólastígana. En að öðru leyti er þetta ótrúlega næs. Veðrið í gær, þótt það hafi ekki verið upp á tíu, þá skemmdi það ekki fyrir. Mér fannst það eiginlega bara auka bónus að vera úti að leika í rigningunni. Það var ekki það kalt, maður kom heim veðurbarinn og þetta var mjög frískandi.“ „Misstirðu ekki bara prófið?“ Undir lokin er Sigmar spurður af Svavari Erni, öðrum af þáttastjórnendum Bakarísins, hvort hann hefði misst prófið og sé þess vegna að hjóla. „Simmi, það er ekki lygaramerki á tánum og svartur blettur á tungunni - misstirðu ekki bara prófið?“ Þeirri spurningu svarar Sigmar játandi. Ása Ninna, sem stýrir þættinum ásamt Svavari Erni, hrósaði þá Simma fyrir að viðurkenna þetta. „Ég kann svo mikið að meta það þegar fólk sem tjáir sig svona mikið opinberlega talar bara umbúðalaust um hlutina,“ segir hún. Þá segir Sigmar að sér finnist löstur fólks að halda sig við einhverja skoðun þó það sé innst inni búið að skipa um skoðun. „Mér finnst allt í lagi að prófa nýja hluti. Það sem menn átta sig kannski ekki á er að ég bjó í Svíþjóð í þrjú ár og ég hjólaði svipaða vegalengd á hverjum einasta degi í skólann og heim í tvö ár. Þannig ég er ekki alveg ótengdur hjólreiðum og ég hef aldrei verið á móti hjólreiðum.“ Verður kominn aftur á bílinn í lok sumars Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi gengið vel þá bendir Sigmar á að það séu aðstæður sem geta komið upp og erfitt er að eiga við þegar hjólið er eina farartækið í vopnabúrinu. „Ég held hins vegar, eftir gærdaginn, að þegar þú ert að vinna, það kemur eitthvað upp á og þú ert staddur á hjóli - það er ekkert rosalega þægileg staða, bara svo það sé sagt.“ Sigmar segir þá að hann hlakki til að fara í gegnum sumarið á hjólinu. Hann verði svo kominn aftur á bílinn í lok ágúst. Bakaríið Hjólreiðar Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Ég áskil mér ávallt rétt til að skipta um skoðun,“ segir Sigmar, sem oftast er kallaður Simmi Vill, í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hann hefur í gegnum tíðina verið talsmaður einkabílsins og fett fingur út í þau sem segja að hægt sé að komast út um allt á hjóli. Nú eru breyttir tímar og Sigmar ætlar að hjóla í allt sumar. „Við skulum samt ekkert halda niðri í okkur andanum, ég er bara búinn með einn dag,“ segir hann og bætir við að honum finnist það „algjör brandari“ hve mikla athygli það hefur vakið að hann ætli sér að hjóla í sumar. Fyrsti dagurinn gekk vel að mati Sigmars sem hjólaði frá Granda og upp í Mosó í gær, þó hann sé aumur í rassinum. „Ég viðurkenni það að ég er með ögn rasssæri eftir daginn í gær,“ segir hann. „Ég ætla að vona að þetta sé svona eins og með harðsperrurnar, þegar maður fær harðsperrur þá þarf maður bara að fara út að hlaupa til að losa sig við þær og ég er að fara aftur að hjóla.“ Sigmar fylgdist vel með aðstæðum á meðan hann hjólaði þessa leið og tók niður skýrslu: „Það voru ekkert rosalega margir að hjóla í gær, kannski var það veðrið, ég veit það ekki. Nú fer ég að hljóma eins og mega-hjólreiðamaður en það má laga aðeins hjólreiðastíginn hjá kirkjugarðinum í Grafarvoginum og þarna í skóglendinu hérna í Mosó. Þetta eru tveir staðir þar sem það mætti aðeins laga hjólastígana. En að öðru leyti er þetta ótrúlega næs. Veðrið í gær, þótt það hafi ekki verið upp á tíu, þá skemmdi það ekki fyrir. Mér fannst það eiginlega bara auka bónus að vera úti að leika í rigningunni. Það var ekki það kalt, maður kom heim veðurbarinn og þetta var mjög frískandi.“ „Misstirðu ekki bara prófið?“ Undir lokin er Sigmar spurður af Svavari Erni, öðrum af þáttastjórnendum Bakarísins, hvort hann hefði misst prófið og sé þess vegna að hjóla. „Simmi, það er ekki lygaramerki á tánum og svartur blettur á tungunni - misstirðu ekki bara prófið?“ Þeirri spurningu svarar Sigmar játandi. Ása Ninna, sem stýrir þættinum ásamt Svavari Erni, hrósaði þá Simma fyrir að viðurkenna þetta. „Ég kann svo mikið að meta það þegar fólk sem tjáir sig svona mikið opinberlega talar bara umbúðalaust um hlutina,“ segir hún. Þá segir Sigmar að sér finnist löstur fólks að halda sig við einhverja skoðun þó það sé innst inni búið að skipa um skoðun. „Mér finnst allt í lagi að prófa nýja hluti. Það sem menn átta sig kannski ekki á er að ég bjó í Svíþjóð í þrjú ár og ég hjólaði svipaða vegalengd á hverjum einasta degi í skólann og heim í tvö ár. Þannig ég er ekki alveg ótengdur hjólreiðum og ég hef aldrei verið á móti hjólreiðum.“ Verður kominn aftur á bílinn í lok sumars Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi gengið vel þá bendir Sigmar á að það séu aðstæður sem geta komið upp og erfitt er að eiga við þegar hjólið er eina farartækið í vopnabúrinu. „Ég held hins vegar, eftir gærdaginn, að þegar þú ert að vinna, það kemur eitthvað upp á og þú ert staddur á hjóli - það er ekkert rosalega þægileg staða, bara svo það sé sagt.“ Sigmar segir þá að hann hlakki til að fara í gegnum sumarið á hjólinu. Hann verði svo kominn aftur á bílinn í lok ágúst.
Bakaríið Hjólreiðar Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning