Uppsagnir í Árborg „niðurlægjandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. maí 2023 09:52 Halldóra Sveinsdóttir er formaður stéttarfélagsins Bárunnar. Fimmtíu og sjö starfsmönnum Árborgar var sagt upp í apríl. Vísir Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir. Þetta segir í yfirlýsingu frá stéttarfélögunum tveimur. Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp 18. apríl síðastliðinn og voru uppsagnirnar fyrsti liðurinn í aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Stéttarfélög þessara starfsmanna segja nú að uppsagnirnar hafi verið „ískaldar.“ Misjafnlega hafi verið staðið að þeim. „Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður,“ segir í yfirlýsingu frá Báru, stéttarfélagi og Foss, stéttarfélagi í almannaþjónustu. „Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.“ Segja Árborg beina spjótum að fólki með lægstu launin Stéttarfélögin mótmæla framkvæmdinni og segja íbúum hafa verið mjög brugðið og ekki sé séð fyrir endann á því hve margir muni missa vinnuna. „Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á konum, lágtekjuhópum, þjónustuþegum og þjónustu almennt.“ Þau segja þetta kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa. „Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka.“ Árborg Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51 Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25 Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá stéttarfélögunum tveimur. Fimmtíu og sjö starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp 18. apríl síðastliðinn og voru uppsagnirnar fyrsti liðurinn í aðhaldsaðgerðum sveitarfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Stéttarfélög þessara starfsmanna segja nú að uppsagnirnar hafi verið „ískaldar.“ Misjafnlega hafi verið staðið að þeim. „Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður,“ segir í yfirlýsingu frá Báru, stéttarfélagi og Foss, stéttarfélagi í almannaþjónustu. „Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.“ Segja Árborg beina spjótum að fólki með lægstu launin Stéttarfélögin mótmæla framkvæmdinni og segja íbúum hafa verið mjög brugðið og ekki sé séð fyrir endann á því hve margir muni missa vinnuna. „Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á konum, lágtekjuhópum, þjónustuþegum og þjónustu almennt.“ Þau segja þetta kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa. „Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka.“
Árborg Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51 Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25 Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í apríl Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 71 einstaklingi var sagt upp störfum. 5. maí 2023 12:51
Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. 28. apríl 2023 21:25
Mikilvægt að upplýsa íbúa Ég vil byrja á að þakka íbúum í Árborg fyrir áhuga þeirra á íbúafundinum 12.apríl sl. þegar bæjarstjórn Árborgar ásamt ráðgjafafyrirtækinu KPMG fóru yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og markmið næstu ára. Það er nú eitt meginmarkmiða bæjarstjórnar að íbúar séu reglulega upplýstir um málefni sveitarfélagsins okkar og vil ég fylgja því eftir með þessum stutta pistli. 25. apríl 2023 12:01