Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Íris Hauksdóttir skrifar 9. maí 2023 07:01 Rannveig Hildur gekk með fimm börn á jafn mörgum árum. aðsend Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. Hún viðurkennir þó að það hafi verið mikið sjokk að sjá svo mörg fóstur í sónarnum og lifði um stund í þeirri trú að tækið væri hreinlega bilað. Við tók tími mikillar eftirvæntingar og fjölskyldan er enn að læra inn á hvert annað. „Bara það að halda á þremur smáum krílum er flókið en ég er að æfa mig,“ segir Rannveig Hildur í við Móðurmál og heldur áfram: „Brjóstagjöfin er líka talsvert meira bras en með eitt barn og ég reyni að setja ekki of mikla pressu á mig í þeim efnum.“ En hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Það var mjög gleðilegt augnablik. Við vorum búin að ákveða að eignast annað barn, svo það kom ekki beint á óvart en hversu fljótt mér gekk að verða ófrísk kom kannski aðeins á óvart, sem og auðvitað hversu mörg börn reyndust vera í bumbunni. „Ég hélt að þetta væri annað hvort bilun í tækinu eða þá að við værum lent í einhverjum skets. Svona gæti einfaldlega ekki gerst heimatilbúið. En tíminn leið og enginn grínisti labbaði inn um hurðina. Þá tók raunveruleikinn við að þetta væri ekki grín."aðsend Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Óvanalega mikil ógleði og þreyta tók strax við. Eins var ég mikið að spá í því hvers vegna það fór strax að sjást á mér en það hafði ekki verið staðan í hin tvö skiptin sem ég var ófrísk. Maðurinn minn fór strax að grínast með að þetta hlytu að vera tvíburar. Ég sagði að það væri enginn möguleiki á því. Ástæðan hlyti að vera hversu stutt var á milli meðgangna og að þetta væri þriðja meðgangan mín. Ég á fyrir eina fjögurra ára stelpu og eina tveggja ára. Fyrir á parið tvær dætur, fjögurra og tveggja sem biðu spenntar á meðgöngunni að fá systkini sín í fangið.aðsend Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Klárlega ekkert sem að skákar því að komast að því að þetta væru þrjú börn þarna inni en ekki bara eitt. Það tók alveg nokkra daga að átta sig á þessu og mikið áfall að komast að þessu í 13 vikna sónarnum. Allir voru orðnir svo fullmótaðir, stórir og heilbrigðir. Ég grínaðist með það áður en ég lagðist á bekkinn að ég vissi ekki hvað það væru mörg börn þarna inni þar sem ég fór ekki í snemmsónar. Það komu strax í ljós tvö kríli á skjánum. Við fengum mikið áfall að hugsa til þess að eiga von á tvíburum en þá tilkynnti ljósmóðirin okkur að þau væru ekki tvö heldur þrjú. Ég hélt að þetta væri annað hvort bilun í tækinu eða þá að við værum lent í einhverjum skets. Svona gæti einfaldlega ekki gerst heimatilbúið. En tíminn leið og enginn grínisti labbaði inn um hurðina. Þá tók raunveruleikinn við, að þetta væri ekki grín. Rannveig Hildur trúði því ekki að hægt væri að ganga með heimagerða þríbura.aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Kúlan stækkaði fljótt og grindargliðnun með tilheyrandi verkjum kom frekar fljótlega. Langar standandi og sitjandi stöður í vinnunni fóru að vera meira krefjandi og ég þurfti að hætta fyrrað vinna en ég hafði hugsað mér. Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp. Allt fór að vera óþægilegt, lítið sofið um nætur, kúlan hrikalega þung og eins fór að bera á óvanalega mörgum hörðum samdráttarverkjum. Við vorum í innlögn á spítalanum í þrígang fyrir fæðingu. Í lokavikunni fór að bera á miklum bjúg vegna mikillar legu á spítalanum. Það var alveg hrikalega erfitt. Ég fékk að fara heim eftir að hafa verið inniliggjandi í viku án þess að hitta börnin mín heima. Sem var mjög erfitt og gott að komast í sitt umhverfi. Samdrættir komu og fóru og ýmist stóðu yfir mjög harðir og reglulega í langan tíma þannig erfitt var að átta sig á hvenær ætti að fara upp á spítala. Legið var einfaldlega komið alveg að þolmörkum. Rannveig Hildur var stórglæsileg á meðgöngunni.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel. Þegar um fjölburameðgöngu er að ræða fer maður í áhættumæðravernd á spítalanum. Mér fannst það smá ógnvekjandi fyrst að heyra orðið „áhætta“ þar sem ég vissi ekki hvað tæki við og hvaða áhrif þetta myndi allt hafa á mig og börnin að þau væru svona mörg. Við fórum í sónarinn á föstudegi og á mánudeginum fengum við viðtal við fæðingarlækni. Hún fór yfir áhættu meðgöngunnar fyrir mig og börnin og var skyldug til að segja okkur frá möguleikanum að fækka börnunum. Það fannst mér hrikalega erfið hugsun og ákvörðun sem ég myndi aldrei hafa getað tekið. Við fórum mjög reglulega í sónar og mæðraverndartíma. Það var þægilegt hve vel var fylgst með öllu allan tímann. Rannveig Hildur segir þægilegt hvað vel var fylgst með öllu á meðgöngunni.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Maðurinn minn hefur haft það mjög gott hvað varðar óléttulanganir hjá mér en ég hef alveg sloppið við að langa í einhvern sérstakan mat eða senda hann um miðja nótt eftir einhverjum óléttukröfum. Ég sótti samt mikið í það undir lokin að fá mér frostpinna á kvöldin. „Okkur hefur fundist það henta okkur best að hugsa og sjá aðeins hvernig spilast úr hlutunum frekar en að hlaupa til og kaupa eitthvað."aðsend Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Örugglega hvernig bíl við ætlum að vera á. Þar sem við erum með fimm börn undir fimm ára þá eru þetta fimm bílstólar. Það eru fáir bílar sem að uppfylla þau skilyrði án þess að vera komin á einhvern bíl sem þarf liggur við meirapróf til að leggja í stæði. En við ætlum eins og er að vera á tveim og sjá svo til eftir sumarið hvað best sé að gera í þeim málum. Okkur hefur fundist það henta okkur best að hugsa og sjá aðeins hvernig spilast úr hlutunum frekar en að hlaupa til og kaupa eitthvað. Eins og er verðum við mikið heima fyrstu mánuðina og kannski óþarfi að allir passi saman í einn bíl strax. Það er líka smá forsetastíll á því að koma á mörgum bílum í samfloti. „Það gat reynst hrikalega erfitt að skoða þau í sónar þar sem huga þurfti í sífellu vel að því að það væri ekki verið að skoða sama barnið tvisvar, þau lágu svo þétt saman."aðsend Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Seinustu dagarnir voru hrikalega erfiðir, bæði andlega og líkamlega. Ég var svo tilbúin að fara að ljúka meðgöngunni en á sama tíma hver dagur fyrir þau mikilvægur að þroskast betur. Ég hef alltaf verið vön því að stunda mikla líkamsrækt, einnig á báðum fyrri meðgöngum, en það var einfaldlega ekki hægt núna. Ég er hrikalega sjálfstæð og mjög erfitt fyrir mig að geta undir lokin ekki skutlað stelpunum í leikskólann, borið pokana úr búðinni eða gripið í borvélina að klifra upp stiga. Að biðja stöðugt um hjálp er ekki minn stíll. „Ég hef alltaf verið vön því að stunda mikla líkamsrækt einnig á báðum fyrri meðgöngum en það var einfaldlega ekki hægt núna."aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Örugglega að fá að fara svona oft í sónar að kíkja á þau. Ég fór að fylgja þríburamömmum um allan heim á Instagram. Mér fannst svo ótrúleg tilhugsun að þetta yrðum við eftir nokkra mánuði. Það var mjög óraunverulegt. Það var líka alltaf mjög fyndið að segja frá því að þetta væru þrjú þegar fólk var að spyrja út í meðgönguna. Sjokkið leyndi sér sjaldnast hjá fólki. Í eitt skiptið heyrði ég meira að segja sögu um sjálfa mig. Að stelpa ætti von á þríburum með þrjú ungbörn undir þriggja ára heima, en sagan varð alltaf aðeins meira krassandi. „Ég fór að fylgja þríburamömmum um allan heim á Instagram. Mér fannst svo ótrúleg tilhugsun að þetta yrðum við eftir nokkra mánuði."aðsend Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Ég var í mars- og svo seinna meir apríl-bumbuhóp á Facebook. Ég hélt ég myndi aldrei ná inn í apríl mánuð með meðgönguna. Eins var ég í einhverjum samskiptum við þríbura mömmur en þær eru frekar fáar. Mjög margt ólíkt sem maður er að huga að með þríbura samanborið við einbura eða tvíbura. En ég hef ekki verið mikið að sækja í það þannig séð ég hef verið tvisvar áður með ungbarn þannig maður þekkir eitthvað þau vandamál og annað sem kann að koma upp. Vinkonur mínar eru líka margar með lítil börn og gott að leita til ráða. Í 20 vikna sónarnum breyttist kynjahlutfallið og í ljós komu tvær stelpur og einn strákur en ekki tveir strákar eins og áður hafði komið fram.aðsend Fékkstu að vita kynin? Við fengum að vita kynin og sprengdum litablöðrur heima með fjölskyldu og vinum. Í 20 vikna sónarnum breyttist kynjahlutfallið og í ljós komu tvær stelpur og einn strákur en ekki tveir strákar eins og áður hafði komið fram. En börnin eru þríeggja. Það gat reynst hrikalega erfitt að skoða þau í sónar þar sem huga þurfti í sífellu vel að því að það væri ekki verið að skoða sama barnið tvisvar, þau lágu svo þétt saman. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Þríburar eru nær alltaf teknir með keisara. Undir lokin bauðst mér hins vegar möguleikinn á að reyna fæðingu vegna þess að ég hafði fætt áður, neðsta barn var í höfuðstöðu og ég gengin langt. Við ákváðum þó þegar kom að ákvarðanatöku að fara beint í keisara því það væri minni áhætta. Rannveigu Hildi bauðst möguleikinn á að reyna fæðingu þar sem hún var ekki frumbyrja og neðsta barn í höfuðstöðu en hún ákvað að velja frekar að fara í keisaraskurð.aðsend Hvernig gekk fæðingin? Það gekk allt alveg lygilega vel. Ég hafði fyrir tilviljun beðið mömmu og pabba um að gista hjá okkur kvöldið áður eftir handahófskennda heimsókn til okkar. Það bjargaði okkur alveg því við vorum með báðar stelpurnar sofandi heima og þurftum að fara í flýti upp á spítala um morguninn. Ég var eins og oft áður búin að vera þá með samdráttarverki um kvöldið sem ég vissi ekki alveg hvort væru að fara að setja eitthvað á stað eða ekki. Verkirnir duttu hins vegar ekki niður um nóttina og ég missti vatnið með Hollywood hvelli kl 07:35. Skúraði létt yfir, eðlilega, vakti síðan manninn minn og hringdi á sjúkrabíl. Barn A var svo neðarlega að allt gæti gerst mjög hratt. Við tókum ákvörðun um keisara og allt var undirbúið undir það. Þetta var svo fallegur dagur, skírdagur 6. apríl, sólin skein inn í aðgerðarstofuna og svo létt yfir öllum. Mér leið mjög vel allan tímann. Strákurinn minn var með tvívafinn þéttan nafnastreng um hálsinn svo klárlega rétt ákvörðun að fara í keisara. Þau eru fædd 09:43, 09:44 og 09:45 og voru 8, 7 og 7,5 merkur. Ég hætti ekki að brosa næstu daga allt gekk svo vel. „Strákurinn minn var með tvívafinn þéttan nafnastreng um hálsinn svo klárlega rétt ákvörðun að fara í keisara." Hvernig gekk að jafna sig eftir keisarann? Dagarnir eftir keisarann upplifði ég versta sársauka sem ég hef á ævi minni upplifað. Ég er með frekar háan sársaukaþröskuld en fyrstu dagana duttu garnirnar hreinlega út úr maganum á mér því kviðveggurinn var enn svo opinn eftir þanið og mikið tómarúm. Ég fann ekki sérstaklega mikið fyrir skurðinum sjálfum fyrr en nokkrum dögum seinna. „Ég var búin að kvíða alla meðgönguna hvernig þetta yrði, svo þegar þau voru komin tók við svo mikill léttir og gleði." Hvernig tilfinning var að fá börnin í fangið? Ótrúleg. Þau voru öll svo flott og heilbrigð. Ég var búin að kvíða alla meðgönguna hvernig þetta yrði, svo þegar þau voru komin tók við svo mikill léttir og gleði. Samt mjög óraunverulegt að ég ætti þau öll og hvernig í ósköpunum hefði verið pláss fyrir þau öll inni í mér. Ég er samt enn að æfa mig að halda á þeim öllum á sama tíma. Rannveig Hildur er enn að æfa sig í að halda á öllum krílunum á sama tíma. aðsend Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mjög vel, gott að komast heim í sitt umhverfi og sjá aftur stelpurnar mínar. Við vorum mjög stutt á spítalanum en þau voru aðeins 12 daga á vökudeild. Frábært starfsfólk þar og börnin mín svakaleg hörkutól. Þau eru algjör draumabörn sofa mikið og gráta bara rétt í smá stund fyrir gjafir. Næturnar eru það eina sem er krefjandi eins og er því þau eru að drekka á um 2-3 tíma millibili allan sólarhringinn. Mikið frelsi fyrir mig að þau taki öll pela og að allir geti hjálpað til við gjafir. Við vorum svo heppin að fá samstarf við Icepharma með Hipp þurrmjólk og helling af barnavörum ásamt bleyjustyrk frá Pampers sem léttir ekkert smá undir og auðveldar lífið til muna. Stelpurnar mínar hjálpa svo mikið til og svo yndislegt að fylgjast með þeim í þessu hlutverki. Eldri dæturnar eru duglegar að hjálpa til með litlu systkini sín.aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei. Það hefur klárlega orðið þannig síðustu ár að margir velja kerru sem er vinsælust hverju sinni, hönnunar ungbarnarúm, merkjavöru ungbarnaföt og fleira. Þetta og hitt sé ómissandi því ég sá það hjá þessum áhrifavaldi. Ég hugsa að hugsunin sé oft meiri þannig með fyrsta barn samt því maður vill vera vel undirbúinn og gera allt og eiga allt það besta fyrir barnið. Svo á seinni meðgöngum vissi maður sirka hvað virkaði áður og var mest þörf fyrir. Núna á ég ekki einu sinni kerru fyrir þau því það þarf líklega að flytja slíka sérstaklega inn. Hvernig gengur að finna nöfn á börnin? Það gengur bara vel. Ég hugsa að þetta sé ákveðið nema lokabreytingar komi upp. Eldri börnin okkar heita tveim nöfnum og munum við halda okkur við það. Þá verðum við búin að velja í heildina tíu barnanöfn. Það er ótrúlegt. Það gengur vel að velja nöfn á þríburana og segir Rannveig Hildur það ótrúlegt að verða þá búin að velja tíu barnanöfn.aðsend Hvernig gengur brjóstagjöfin? Þau voru strax mjög dugleg með góðan sogkraft. Ég er ennþá að reyna að halda brjóstagjöf inni að einhverju leyti en það er smá yfirþyrmandi. Tilfinningin að vita að það sé ekki nóg fyrir alla og einfaldlega ekki pláss fyrir alla er skrítin. Það þarf líka að passa vel hjá okkur að matartími sé á sama tíma hjá öllum svo að lúrar og rútína sé á sama tíma. Ef það klikkar og allir fara að vera á mismunandi tíma þá fyrst verður þetta hrikalega erfitt. Ég finn að ég vill reyna áfram í einhvern tíma en vil ekki setja of mikla pressu á mig með það. Foreldrarnir eru með bleyjustyrk frá Pampers sem þau segja að létti gríðarlega undir. aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mér finnst mikilvægast að gera hlutina eins og þú vilt sjálf hafa þá og líður vel með. Ekki bera þig og barnið þitt saman við aðra, það eru allir svo ótrúlega ólíkir og hvað virkar fyrir hvern og einn. Við sem mömmur þekkjum barnið okkar og reynum allt sem við getum til að því líði sem best. Hvort sem það sé að barnið sofi í sér rúmi, í rúminu þínu. Brjóstagjöf eða pelagjöf. Hafa það dúðað eða léttklætt og lengi mætti áfram telja. Ekki taka gagnrýni og ráðleggingum frá öðrum nærri þér því oftast koma þær frá fallegum stað. Það vilja allir reyna að hjálpa. Muna líka að huga að sjálfri sér eftir meðgöngu og fæðingu og ekki festast alveg í mömmuhlutverkinu. Það er ekkert yndislegra en að kynnast litlu kríli. Muna svo að allir erfiðir tímar eru tímabil sem líða hjá. Fyrsta árið er mest krefjandi en þetta verður ekki svona erfitt að eilífu. Gangi ykkur vel og njótið. Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Sárnar sögusagnir um að hún noti stera til að ná árangri "Þeir sem þekkja mig vita að þetta er algjört rugl þar sem ég er týpan sem hef ekki þorað að reykja sígarettu hvað þá vera að nota ólögleg efni,“ skrifar módel fitness-keppandinn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir í áhrifaríkum pistli. 24. nóvember 2014 16:18 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Hún viðurkennir þó að það hafi verið mikið sjokk að sjá svo mörg fóstur í sónarnum og lifði um stund í þeirri trú að tækið væri hreinlega bilað. Við tók tími mikillar eftirvæntingar og fjölskyldan er enn að læra inn á hvert annað. „Bara það að halda á þremur smáum krílum er flókið en ég er að æfa mig,“ segir Rannveig Hildur í við Móðurmál og heldur áfram: „Brjóstagjöfin er líka talsvert meira bras en með eitt barn og ég reyni að setja ekki of mikla pressu á mig í þeim efnum.“ En hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komst að því að þú værir ófrísk? Það var mjög gleðilegt augnablik. Við vorum búin að ákveða að eignast annað barn, svo það kom ekki beint á óvart en hversu fljótt mér gekk að verða ófrísk kom kannski aðeins á óvart, sem og auðvitað hversu mörg börn reyndust vera í bumbunni. „Ég hélt að þetta væri annað hvort bilun í tækinu eða þá að við værum lent í einhverjum skets. Svona gæti einfaldlega ekki gerst heimatilbúið. En tíminn leið og enginn grínisti labbaði inn um hurðina. Þá tók raunveruleikinn við að þetta væri ekki grín."aðsend Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Óvanalega mikil ógleði og þreyta tók strax við. Eins var ég mikið að spá í því hvers vegna það fór strax að sjást á mér en það hafði ekki verið staðan í hin tvö skiptin sem ég var ófrísk. Maðurinn minn fór strax að grínast með að þetta hlytu að vera tvíburar. Ég sagði að það væri enginn möguleiki á því. Ástæðan hlyti að vera hversu stutt var á milli meðgangna og að þetta væri þriðja meðgangan mín. Ég á fyrir eina fjögurra ára stelpu og eina tveggja ára. Fyrir á parið tvær dætur, fjögurra og tveggja sem biðu spenntar á meðgöngunni að fá systkini sín í fangið.aðsend Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Klárlega ekkert sem að skákar því að komast að því að þetta væru þrjú börn þarna inni en ekki bara eitt. Það tók alveg nokkra daga að átta sig á þessu og mikið áfall að komast að þessu í 13 vikna sónarnum. Allir voru orðnir svo fullmótaðir, stórir og heilbrigðir. Ég grínaðist með það áður en ég lagðist á bekkinn að ég vissi ekki hvað það væru mörg börn þarna inni þar sem ég fór ekki í snemmsónar. Það komu strax í ljós tvö kríli á skjánum. Við fengum mikið áfall að hugsa til þess að eiga von á tvíburum en þá tilkynnti ljósmóðirin okkur að þau væru ekki tvö heldur þrjú. Ég hélt að þetta væri annað hvort bilun í tækinu eða þá að við værum lent í einhverjum skets. Svona gæti einfaldlega ekki gerst heimatilbúið. En tíminn leið og enginn grínisti labbaði inn um hurðina. Þá tók raunveruleikinn við, að þetta væri ekki grín. Rannveig Hildur trúði því ekki að hægt væri að ganga með heimagerða þríbura.aðsend Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Kúlan stækkaði fljótt og grindargliðnun með tilheyrandi verkjum kom frekar fljótlega. Langar standandi og sitjandi stöður í vinnunni fóru að vera meira krefjandi og ég þurfti að hætta fyrrað vinna en ég hafði hugsað mér. Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp. Allt fór að vera óþægilegt, lítið sofið um nætur, kúlan hrikalega þung og eins fór að bera á óvanalega mörgum hörðum samdráttarverkjum. Við vorum í innlögn á spítalanum í þrígang fyrir fæðingu. Í lokavikunni fór að bera á miklum bjúg vegna mikillar legu á spítalanum. Það var alveg hrikalega erfitt. Ég fékk að fara heim eftir að hafa verið inniliggjandi í viku án þess að hitta börnin mín heima. Sem var mjög erfitt og gott að komast í sitt umhverfi. Samdrættir komu og fóru og ýmist stóðu yfir mjög harðir og reglulega í langan tíma þannig erfitt var að átta sig á hvenær ætti að fara upp á spítala. Legið var einfaldlega komið alveg að þolmörkum. Rannveig Hildur var stórglæsileg á meðgöngunni.aðsend Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel. Þegar um fjölburameðgöngu er að ræða fer maður í áhættumæðravernd á spítalanum. Mér fannst það smá ógnvekjandi fyrst að heyra orðið „áhætta“ þar sem ég vissi ekki hvað tæki við og hvaða áhrif þetta myndi allt hafa á mig og börnin að þau væru svona mörg. Við fórum í sónarinn á föstudegi og á mánudeginum fengum við viðtal við fæðingarlækni. Hún fór yfir áhættu meðgöngunnar fyrir mig og börnin og var skyldug til að segja okkur frá möguleikanum að fækka börnunum. Það fannst mér hrikalega erfið hugsun og ákvörðun sem ég myndi aldrei hafa getað tekið. Við fórum mjög reglulega í sónar og mæðraverndartíma. Það var þægilegt hve vel var fylgst með öllu allan tímann. Rannveig Hildur segir þægilegt hvað vel var fylgst með öllu á meðgöngunni.aðsend Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Maðurinn minn hefur haft það mjög gott hvað varðar óléttulanganir hjá mér en ég hef alveg sloppið við að langa í einhvern sérstakan mat eða senda hann um miðja nótt eftir einhverjum óléttukröfum. Ég sótti samt mikið í það undir lokin að fá mér frostpinna á kvöldin. „Okkur hefur fundist það henta okkur best að hugsa og sjá aðeins hvernig spilast úr hlutunum frekar en að hlaupa til og kaupa eitthvað."aðsend Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Örugglega hvernig bíl við ætlum að vera á. Þar sem við erum með fimm börn undir fimm ára þá eru þetta fimm bílstólar. Það eru fáir bílar sem að uppfylla þau skilyrði án þess að vera komin á einhvern bíl sem þarf liggur við meirapróf til að leggja í stæði. En við ætlum eins og er að vera á tveim og sjá svo til eftir sumarið hvað best sé að gera í þeim málum. Okkur hefur fundist það henta okkur best að hugsa og sjá aðeins hvernig spilast úr hlutunum frekar en að hlaupa til og kaupa eitthvað. Eins og er verðum við mikið heima fyrstu mánuðina og kannski óþarfi að allir passi saman í einn bíl strax. Það er líka smá forsetastíll á því að koma á mörgum bílum í samfloti. „Það gat reynst hrikalega erfitt að skoða þau í sónar þar sem huga þurfti í sífellu vel að því að það væri ekki verið að skoða sama barnið tvisvar, þau lágu svo þétt saman."aðsend Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Seinustu dagarnir voru hrikalega erfiðir, bæði andlega og líkamlega. Ég var svo tilbúin að fara að ljúka meðgöngunni en á sama tíma hver dagur fyrir þau mikilvægur að þroskast betur. Ég hef alltaf verið vön því að stunda mikla líkamsrækt, einnig á báðum fyrri meðgöngum, en það var einfaldlega ekki hægt núna. Ég er hrikalega sjálfstæð og mjög erfitt fyrir mig að geta undir lokin ekki skutlað stelpunum í leikskólann, borið pokana úr búðinni eða gripið í borvélina að klifra upp stiga. Að biðja stöðugt um hjálp er ekki minn stíll. „Ég hef alltaf verið vön því að stunda mikla líkamsrækt einnig á báðum fyrri meðgöngum en það var einfaldlega ekki hægt núna."aðsend Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Örugglega að fá að fara svona oft í sónar að kíkja á þau. Ég fór að fylgja þríburamömmum um allan heim á Instagram. Mér fannst svo ótrúleg tilhugsun að þetta yrðum við eftir nokkra mánuði. Það var mjög óraunverulegt. Það var líka alltaf mjög fyndið að segja frá því að þetta væru þrjú þegar fólk var að spyrja út í meðgönguna. Sjokkið leyndi sér sjaldnast hjá fólki. Í eitt skiptið heyrði ég meira að segja sögu um sjálfa mig. Að stelpa ætti von á þríburum með þrjú ungbörn undir þriggja ára heima, en sagan varð alltaf aðeins meira krassandi. „Ég fór að fylgja þríburamömmum um allan heim á Instagram. Mér fannst svo ótrúleg tilhugsun að þetta yrðum við eftir nokkra mánuði."aðsend Varstu í mömmuklúbb? – Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? Ég var í mars- og svo seinna meir apríl-bumbuhóp á Facebook. Ég hélt ég myndi aldrei ná inn í apríl mánuð með meðgönguna. Eins var ég í einhverjum samskiptum við þríbura mömmur en þær eru frekar fáar. Mjög margt ólíkt sem maður er að huga að með þríbura samanborið við einbura eða tvíbura. En ég hef ekki verið mikið að sækja í það þannig séð ég hef verið tvisvar áður með ungbarn þannig maður þekkir eitthvað þau vandamál og annað sem kann að koma upp. Vinkonur mínar eru líka margar með lítil börn og gott að leita til ráða. Í 20 vikna sónarnum breyttist kynjahlutfallið og í ljós komu tvær stelpur og einn strákur en ekki tveir strákar eins og áður hafði komið fram.aðsend Fékkstu að vita kynin? Við fengum að vita kynin og sprengdum litablöðrur heima með fjölskyldu og vinum. Í 20 vikna sónarnum breyttist kynjahlutfallið og í ljós komu tvær stelpur og einn strákur en ekki tveir strákar eins og áður hafði komið fram. En börnin eru þríeggja. Það gat reynst hrikalega erfitt að skoða þau í sónar þar sem huga þurfti í sífellu vel að því að það væri ekki verið að skoða sama barnið tvisvar, þau lágu svo þétt saman. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Þríburar eru nær alltaf teknir með keisara. Undir lokin bauðst mér hins vegar möguleikinn á að reyna fæðingu vegna þess að ég hafði fætt áður, neðsta barn var í höfuðstöðu og ég gengin langt. Við ákváðum þó þegar kom að ákvarðanatöku að fara beint í keisara því það væri minni áhætta. Rannveigu Hildi bauðst möguleikinn á að reyna fæðingu þar sem hún var ekki frumbyrja og neðsta barn í höfuðstöðu en hún ákvað að velja frekar að fara í keisaraskurð.aðsend Hvernig gekk fæðingin? Það gekk allt alveg lygilega vel. Ég hafði fyrir tilviljun beðið mömmu og pabba um að gista hjá okkur kvöldið áður eftir handahófskennda heimsókn til okkar. Það bjargaði okkur alveg því við vorum með báðar stelpurnar sofandi heima og þurftum að fara í flýti upp á spítala um morguninn. Ég var eins og oft áður búin að vera þá með samdráttarverki um kvöldið sem ég vissi ekki alveg hvort væru að fara að setja eitthvað á stað eða ekki. Verkirnir duttu hins vegar ekki niður um nóttina og ég missti vatnið með Hollywood hvelli kl 07:35. Skúraði létt yfir, eðlilega, vakti síðan manninn minn og hringdi á sjúkrabíl. Barn A var svo neðarlega að allt gæti gerst mjög hratt. Við tókum ákvörðun um keisara og allt var undirbúið undir það. Þetta var svo fallegur dagur, skírdagur 6. apríl, sólin skein inn í aðgerðarstofuna og svo létt yfir öllum. Mér leið mjög vel allan tímann. Strákurinn minn var með tvívafinn þéttan nafnastreng um hálsinn svo klárlega rétt ákvörðun að fara í keisara. Þau eru fædd 09:43, 09:44 og 09:45 og voru 8, 7 og 7,5 merkur. Ég hætti ekki að brosa næstu daga allt gekk svo vel. „Strákurinn minn var með tvívafinn þéttan nafnastreng um hálsinn svo klárlega rétt ákvörðun að fara í keisara." Hvernig gekk að jafna sig eftir keisarann? Dagarnir eftir keisarann upplifði ég versta sársauka sem ég hef á ævi minni upplifað. Ég er með frekar háan sársaukaþröskuld en fyrstu dagana duttu garnirnar hreinlega út úr maganum á mér því kviðveggurinn var enn svo opinn eftir þanið og mikið tómarúm. Ég fann ekki sérstaklega mikið fyrir skurðinum sjálfum fyrr en nokkrum dögum seinna. „Ég var búin að kvíða alla meðgönguna hvernig þetta yrði, svo þegar þau voru komin tók við svo mikill léttir og gleði." Hvernig tilfinning var að fá börnin í fangið? Ótrúleg. Þau voru öll svo flott og heilbrigð. Ég var búin að kvíða alla meðgönguna hvernig þetta yrði, svo þegar þau voru komin tók við svo mikill léttir og gleði. Samt mjög óraunverulegt að ég ætti þau öll og hvernig í ósköpunum hefði verið pláss fyrir þau öll inni í mér. Ég er samt enn að æfa mig að halda á þeim öllum á sama tíma. Rannveig Hildur er enn að æfa sig í að halda á öllum krílunum á sama tíma. aðsend Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mjög vel, gott að komast heim í sitt umhverfi og sjá aftur stelpurnar mínar. Við vorum mjög stutt á spítalanum en þau voru aðeins 12 daga á vökudeild. Frábært starfsfólk þar og börnin mín svakaleg hörkutól. Þau eru algjör draumabörn sofa mikið og gráta bara rétt í smá stund fyrir gjafir. Næturnar eru það eina sem er krefjandi eins og er því þau eru að drekka á um 2-3 tíma millibili allan sólarhringinn. Mikið frelsi fyrir mig að þau taki öll pela og að allir geti hjálpað til við gjafir. Við vorum svo heppin að fá samstarf við Icepharma með Hipp þurrmjólk og helling af barnavörum ásamt bleyjustyrk frá Pampers sem léttir ekkert smá undir og auðveldar lífið til muna. Stelpurnar mínar hjálpa svo mikið til og svo yndislegt að fylgjast með þeim í þessu hlutverki. Eldri dæturnar eru duglegar að hjálpa til með litlu systkini sín.aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei. Það hefur klárlega orðið þannig síðustu ár að margir velja kerru sem er vinsælust hverju sinni, hönnunar ungbarnarúm, merkjavöru ungbarnaföt og fleira. Þetta og hitt sé ómissandi því ég sá það hjá þessum áhrifavaldi. Ég hugsa að hugsunin sé oft meiri þannig með fyrsta barn samt því maður vill vera vel undirbúinn og gera allt og eiga allt það besta fyrir barnið. Svo á seinni meðgöngum vissi maður sirka hvað virkaði áður og var mest þörf fyrir. Núna á ég ekki einu sinni kerru fyrir þau því það þarf líklega að flytja slíka sérstaklega inn. Hvernig gengur að finna nöfn á börnin? Það gengur bara vel. Ég hugsa að þetta sé ákveðið nema lokabreytingar komi upp. Eldri börnin okkar heita tveim nöfnum og munum við halda okkur við það. Þá verðum við búin að velja í heildina tíu barnanöfn. Það er ótrúlegt. Það gengur vel að velja nöfn á þríburana og segir Rannveig Hildur það ótrúlegt að verða þá búin að velja tíu barnanöfn.aðsend Hvernig gengur brjóstagjöfin? Þau voru strax mjög dugleg með góðan sogkraft. Ég er ennþá að reyna að halda brjóstagjöf inni að einhverju leyti en það er smá yfirþyrmandi. Tilfinningin að vita að það sé ekki nóg fyrir alla og einfaldlega ekki pláss fyrir alla er skrítin. Það þarf líka að passa vel hjá okkur að matartími sé á sama tíma hjá öllum svo að lúrar og rútína sé á sama tíma. Ef það klikkar og allir fara að vera á mismunandi tíma þá fyrst verður þetta hrikalega erfitt. Ég finn að ég vill reyna áfram í einhvern tíma en vil ekki setja of mikla pressu á mig með það. Foreldrarnir eru með bleyjustyrk frá Pampers sem þau segja að létti gríðarlega undir. aðsend Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Mér finnst mikilvægast að gera hlutina eins og þú vilt sjálf hafa þá og líður vel með. Ekki bera þig og barnið þitt saman við aðra, það eru allir svo ótrúlega ólíkir og hvað virkar fyrir hvern og einn. Við sem mömmur þekkjum barnið okkar og reynum allt sem við getum til að því líði sem best. Hvort sem það sé að barnið sofi í sér rúmi, í rúminu þínu. Brjóstagjöf eða pelagjöf. Hafa það dúðað eða léttklætt og lengi mætti áfram telja. Ekki taka gagnrýni og ráðleggingum frá öðrum nærri þér því oftast koma þær frá fallegum stað. Það vilja allir reyna að hjálpa. Muna líka að huga að sjálfri sér eftir meðgöngu og fæðingu og ekki festast alveg í mömmuhlutverkinu. Það er ekkert yndislegra en að kynnast litlu kríli. Muna svo að allir erfiðir tímar eru tímabil sem líða hjá. Fyrsta árið er mest krefjandi en þetta verður ekki svona erfitt að eilífu. Gangi ykkur vel og njótið.
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Sárnar sögusagnir um að hún noti stera til að ná árangri "Þeir sem þekkja mig vita að þetta er algjört rugl þar sem ég er týpan sem hef ekki þorað að reykja sígarettu hvað þá vera að nota ólögleg efni,“ skrifar módel fitness-keppandinn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir í áhrifaríkum pistli. 24. nóvember 2014 16:18 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36
Sárnar sögusagnir um að hún noti stera til að ná árangri "Þeir sem þekkja mig vita að þetta er algjört rugl þar sem ég er týpan sem hef ekki þorað að reykja sígarettu hvað þá vera að nota ólögleg efni,“ skrifar módel fitness-keppandinn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir í áhrifaríkum pistli. 24. nóvember 2014 16:18