Ef marka má tölfræðiveitur erlendis þá var Aron Einar á miðri miðju Al Arabi þegar liðið sótti Al Sadd heim í dag. Gestirnir í Al Arabi voru 1-0 yfir í hálfleik en Aron Einar var tekinn af velli í hálfleik.
# 1 - 0
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) May 8, 2023
22 | # _ _QNB pic.twitter.com/wlvXl5Ufu9
Í þeim síðari bætti Al Arabi við marki áður en heimamenn bitu frá sér. Al Sadd skoraði mark sem var dæmt af undir lok leiks en tókst að minnka muninn í uppbótartíma. Nær komust þeir þó ekki og Al Arabi vann góðan 2-1 útisigur.
Það þýðir að Al Arabi endar í 2. sæti deildarinnar með 49 stig. Al-Duhail stendur uppi sem sigurvegari með 51 stig en toppliðið vann 5-2 stórsigur í dag og tryggði sér þar með titilinn.