Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 08:30 Andrea Kolbeinsdóttir hljóp hraðast kvenna í Eyjum um helgina en féll í hrauninu og fékk djúpt sár á legginn. Facebook/@thepuffinrun og Instagram/@andreakolbeins „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. Andrea hefur unnið öll mót sem hún hefur keppt í hér á landi síðustu misseri, jafnvel skíðagöngumót, og engin breyting varð á því í Eyjum þrátt fyrir að hún félli illa í hrauni, seint í 20 kílómetra löngu hlaupinu. Andrea fékk djúpt sár á vinstri fótlegginn og var þegar í gifsi eftir að hafa handarbrotnað á dögunum, þegar hún missti lyftingabekk ofan á höndina. Hún hljóp blóðug í mark og leist ekki alveg á skelfingarsvipinn á fólki sem þar tók á móti henni, eftir að hafa hlaupið á nýju brautarmeti eða 1:26,12 klukkustund. Reyndi að hlífa brotnu hendinni „Ég gat auðvitað alveg hlaupið þrátt fyrir brotið en þurfti að fara varlega, og það virðist oft vera að þá sé meiri áhætta á því að detta. Þetta gekk samt vel og ég var fremsta konan allan tímann, og hefði kannski ekki þurft að fara svona hratt síðustu kílómetrana. En ég datt þegar það voru tveir kílómetrar eftir. Þetta gerðist í beygju á leið niður brekku í hrauni. Ég man bara hvað ég panikkaði og reyndi að forðast það að setja brotnu höndina fyrir mig. Ég datt því alveg í jörðina, braut aðeins af gleraugunum, og sá strax að það kom eitthvað blóð. En ég hugsaði ekkert um það heldur bara að koma mér í mark,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt“ Tæplega 1.100 manns tóku þátt í The Puffin Run í ár og varð Arnar Pétursson fyrstur allra á 1:17,32 klukkustund. Hann sló þar með eigið brautarmet rétt eins og Andrea hjá konunum, en hér að neðan má sjá svipmyndir frá hlaupinu og meðal annars þegar Andrea kom blóðug í mark. Klippa: Svipmyndir frá The Puffin Run í Eyjum Andrea er læknisfræðinemi og stefnir á BS-gráðu í desember en átti samt erfitt með að horfa á ljótan skurðinn sem hún hafði fengið: „Þegar ég kom í mark voru allir að horfa á mig, og þá leit ég niður á sárið og hugsaði bara „sjitt“. Ég þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt. Aðeins dýpra sár en ég gerði ráð fyrir. Það var bara strax sóttur sjúkrabíll fyrir mig og ég fór upp á slysó, og var mjög heppinn með að það var akkúrat bæklunarlæknir á vakt sem saumaði þetta ótrúlega vel saman. Hann gerði reyndar smá grín að mér fyrir að geta ekki horft því mér fannst þetta svo ógeðslegt,“ segir Andrea létt og bætir við að læknirinn hafi saumað samtals sextán spor, fleiri en ella þar sem að hann treysti því illa að Andrea myndi taka því rólega í nógu marga daga. Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44 Hjálpaði til að vita af hundrað þúsund krónum En hvað segir læknirinn í Andreu, hefði ekki verið skynsamlegra að hætta að hlaupa þegar hún slasaðist? „Ég hef bara aldrei hætt í hlaupi og ég held að það þurfi mjög mikið til þess að ég hætti í hlaupi. Svo neita ég því ekki að það hjálpaði til að vita af því að það væri 100 þúsund kall í verðlaun, svo að maður var alltaf að fara að halda áfram,“ segir Andrea hlæjandi og bætir við: „Maður er bara þakklátur fyrir að þetta er ekki þess eðlis að ég þurfi að hvíla mig lengi, og ég get gert alls konar aðrar æfingar en að hlaupa í nokkra daga.“ Andrea Kolbeinsdóttir hljóp tuttugu kílómetra í utanvegahlaupinu í Eyjum og kom með blóðuga leggi í mark. Hún fékk sextán spor á sjúkrahúsinu eftir keppni en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi fyrir HM í næsta mánuði.Facebook/@thepuffinrun Stefnir á að enda meðal tuttugu efstu á HM Andrea vill nefnilega ekki staldra lengi við því hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum, sem fram fer í Austurríki í næsta mánuði. Á mótinu hlaupa keppendur 45 kílómetra, með 3.200 metra hækkun. Andrea keppti í fyrsta sinn á HM í nóvember í fyrra, í Taílandi, og varð þá í 21. sæti. Hún lætur slysið í Eyjum ekki trufla sig. „Svona hindranir láta mig muna hvað mann langar ótrúlega mikið í þetta. Ég verð laus við gifsið þegar mótið fer fram,“ segir Andrea. „Markmið eitt hjá mér er að verða í topp 20. Það yrði geggjað. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ætla að gera mitt besta.“ Hlaup Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44 Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Andrea hefur unnið öll mót sem hún hefur keppt í hér á landi síðustu misseri, jafnvel skíðagöngumót, og engin breyting varð á því í Eyjum þrátt fyrir að hún félli illa í hrauni, seint í 20 kílómetra löngu hlaupinu. Andrea fékk djúpt sár á vinstri fótlegginn og var þegar í gifsi eftir að hafa handarbrotnað á dögunum, þegar hún missti lyftingabekk ofan á höndina. Hún hljóp blóðug í mark og leist ekki alveg á skelfingarsvipinn á fólki sem þar tók á móti henni, eftir að hafa hlaupið á nýju brautarmeti eða 1:26,12 klukkustund. Reyndi að hlífa brotnu hendinni „Ég gat auðvitað alveg hlaupið þrátt fyrir brotið en þurfti að fara varlega, og það virðist oft vera að þá sé meiri áhætta á því að detta. Þetta gekk samt vel og ég var fremsta konan allan tímann, og hefði kannski ekki þurft að fara svona hratt síðustu kílómetrana. En ég datt þegar það voru tveir kílómetrar eftir. Þetta gerðist í beygju á leið niður brekku í hrauni. Ég man bara hvað ég panikkaði og reyndi að forðast það að setja brotnu höndina fyrir mig. Ég datt því alveg í jörðina, braut aðeins af gleraugunum, og sá strax að það kom eitthvað blóð. En ég hugsaði ekkert um það heldur bara að koma mér í mark,“ segir Andrea í samtali við Vísi. „Þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt“ Tæplega 1.100 manns tóku þátt í The Puffin Run í ár og varð Arnar Pétursson fyrstur allra á 1:17,32 klukkustund. Hann sló þar með eigið brautarmet rétt eins og Andrea hjá konunum, en hér að neðan má sjá svipmyndir frá hlaupinu og meðal annars þegar Andrea kom blóðug í mark. Klippa: Svipmyndir frá The Puffin Run í Eyjum Andrea er læknisfræðinemi og stefnir á BS-gráðu í desember en átti samt erfitt með að horfa á ljótan skurðinn sem hún hafði fengið: „Þegar ég kom í mark voru allir að horfa á mig, og þá leit ég niður á sárið og hugsaði bara „sjitt“. Ég þurfti nánast að æla því mér fannst þetta svo ógeðslegt. Aðeins dýpra sár en ég gerði ráð fyrir. Það var bara strax sóttur sjúkrabíll fyrir mig og ég fór upp á slysó, og var mjög heppinn með að það var akkúrat bæklunarlæknir á vakt sem saumaði þetta ótrúlega vel saman. Hann gerði reyndar smá grín að mér fyrir að geta ekki horft því mér fannst þetta svo ógeðslegt,“ segir Andrea létt og bætir við að læknirinn hafi saumað samtals sextán spor, fleiri en ella þar sem að hann treysti því illa að Andrea myndi taka því rólega í nógu marga daga. Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44 Hjálpaði til að vita af hundrað þúsund krónum En hvað segir læknirinn í Andreu, hefði ekki verið skynsamlegra að hætta að hlaupa þegar hún slasaðist? „Ég hef bara aldrei hætt í hlaupi og ég held að það þurfi mjög mikið til þess að ég hætti í hlaupi. Svo neita ég því ekki að það hjálpaði til að vita af því að það væri 100 þúsund kall í verðlaun, svo að maður var alltaf að fara að halda áfram,“ segir Andrea hlæjandi og bætir við: „Maður er bara þakklátur fyrir að þetta er ekki þess eðlis að ég þurfi að hvíla mig lengi, og ég get gert alls konar aðrar æfingar en að hlaupa í nokkra daga.“ Andrea Kolbeinsdóttir hljóp tuttugu kílómetra í utanvegahlaupinu í Eyjum og kom með blóðuga leggi í mark. Hún fékk sextán spor á sjúkrahúsinu eftir keppni en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi fyrir HM í næsta mánuði.Facebook/@thepuffinrun Stefnir á að enda meðal tuttugu efstu á HM Andrea vill nefnilega ekki staldra lengi við því hún er að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum, sem fram fer í Austurríki í næsta mánuði. Á mótinu hlaupa keppendur 45 kílómetra, með 3.200 metra hækkun. Andrea keppti í fyrsta sinn á HM í nóvember í fyrra, í Taílandi, og varð þá í 21. sæti. Hún lætur slysið í Eyjum ekki trufla sig. „Svona hindranir láta mig muna hvað mann langar ótrúlega mikið í þetta. Ég verð laus við gifsið þegar mótið fer fram,“ segir Andrea. „Markmið eitt hjá mér er að verða í topp 20. Það yrði geggjað. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ætla að gera mitt besta.“
Úrslitin í The Puffin Run 2023: Konur: 1. Andrea Kolbeinsdóttir 1:26:12 2. Halldóra Huld Ingvarsdóttir 1:32:51 3. Íris Anna Skúladóttir 1:33:41 Karlar: 1. Arnar Pétursson 1:17:32 2. Jörundur Frímann Jónasson 1:24:33 3. Manuel Hartweg 1:24:44
Hlaup Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44 Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi þremur tímum eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitil í skíðagöngu Andrea Kolbeinsdóttir bætti í gær 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss. Fyrr um daginn hafði hún unnið Íslandsmeistaratitil í 5 kílómetra skíðagöngu. 26. mars 2023 11:44
Drekkur Monster orkudrykk fyrir Laugavegshlaupið Andrea Kolbeinsdóttur hefur verið að slá í gegn í hlaupaheiminum þrátt fyrir ungan aldur. Hún er 23 ára læknisfræðinemi og vann öll hlaup sem hún keppti í síðasta árið. 18. ágúst 2022 11:02