Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 23:30 Efnisskífa í kringum stjörnuna Fomalhaut á mynd James Webb-geimsjónaukans. Þrjú gulleit smástirnabelti innan skífunnar urðu líklega til fyrir þyngdaráhrif reikistjarna sem eru að fæðast. Stjarnan í miðjunni var skyggð til þess trufla ekki athuganir á rykskífunni. NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman. Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fomalhaut er ung stjarna sem er sjáanleg með berum augum og er skærasta stjarnan í stjörnumerkinu Suðurfisknum, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Hún er í aðeins um 25 ljósára fjarlægð frá jörðinni og þykir því liggja vel við athugunum. Rykskífa, sem talin er myndast við árekstra stærri hnatta eða hnullunga, fannst utan um hana árið 1983. Eldri sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn og ALMA-sjónaukinn í Síle hafa meðal annars myndað skífuna og sáu stjörnufræðingar á þeim myndum víðáttumikið smástirnabelti. Það belti er næstum því tvöfalt breiðara en Kuiper-beltið í ytra sólkerfinu okkar og nær um 23 milljarða kílómetra frá stjörnunni, um 150 sinnum fjarlægðin á milli jarðar og sólar. James Webb er öflugasti sjónauki sögunnar en ólíkt Hubble, sem er næmur fyrir sýnilegu ljósi, sér hann á innrauða rófinu. Það gerir hann tilvalinn til þess að nema daufa hitageislunina frá rykinu nær stjörnunni. Þegar hann skoðaði Fomalhaut kom hann auga á tvö önnur smástirnabelti nær stjörnunni sem menn höfðu aldrei séð áður. Talið er að beltin þrjú mótist af þyngdaráhrifum óséðra frumreikistjarna í rykskífunni. Sambærilegt ferli á sér stað í sólkerfinu okkar þar sem þyngdarkraftur Júpíters mótar smástirnabeltið á milli hans og Mars og Neptúnus smalar hnullungum í innri hluta Kuiper-beltisins. Þannig gæti mynd Webb af Fomalhaut nú svipað til okkar eigin sólkerfis þegar það var í bernsku sinni. Skýringarmynd af rykskífunni í kringum Fomalhaut.NASA, ESA, CSA, A. Pagan (STScI), A. Gáspár (University of Arizo Auk smástirnabeltanna greindi Webb stórt rykský í ytri hringum rykskífunnar sem talið er að gæti verið leifar áreksturs tveggja frumreikistjarna, að því er kemur fram í grein á vef evrópsku geimstofnunarinnar ESA. Það er talið annað fyrirbæri en sást á myndum Hubble á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar. Á mynd geimsjónaukans árið 2008 töldu menn sig greina reikistjörnu en hún var horfin þegar sjónaukinn beindi sjónum sínum aftur að Fomalhaut sex árum síðar. Talið er líklegt að um hafi verið að ræða leifar tveggja íshnullunga sem rákust saman.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira