Lygni þingmaðurinn ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 22:28 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. Hann afsalaði sér fljótt nefndarstörfum sem honum höfðu verið falin. EPA/Jim Lo Scalzo Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53