Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. maí 2023 08:01 Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun