Kulnun ekki skilgreindur sjúkdómur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. maí 2023 08:01 Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar. Samkvæmt niðurstöðum þróunarverkefnisins, uppfylltu þó aðeins 6,1% beiðnanna skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um kulnun. Þetta varð tilefni fyrirspurnar minnar til á Alþingi til heilbrigðisráðherra um kulnun og barst svar við henni á dögunum. Það er athyglisvert að í svarinu undirstrikar ráðherrann að kulnun hafi ekki verið skilgreind af WHO sem eiginlegur sjúkdómur, heldur sem ástand tengt vinnuumhverfi. Þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða, hafði ráðherrann engar upplýsingar um umfang tilvísana og vottorða þar sem kulnun er tilgreind sem ástæða. Þá gat ráðherrann ekki upplýst um tíðni læknisfræðilegrar greiningar á kulnun og þróun hennar af sömu ástæðu. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Hjá VIRK á sér ekki stað greining á sjúkdómum eða öðrum röskunum, þar treystir sjóðurinn á heilbrigðiskerfið. Þar sem tilvísun frá lækni er grundvöllur að rétti til þjónustu hjá VIRK er athyglisvert að ekki sé um skilgreindan sjúkdóm að ræða og því engar upplýsingar til um umfangið. Þótt kulnun sé ekki flokkuð sem eiginlegur sjúkdómur, er ástandið flokkað hjá WHO sem þáttur sem hefur áhrif á líðan fólks. Það getur því verið mikilvægt fyrir starfsemi eins og hjá VIRK að hafa upplýsingar um að skjólstæðingar sjóðsins telja sig glíma við slíkt ástand. Það er þó umhugsunarvert að ástandið sé tilgreint sem ástæða tilvísunar frá heilbrigðisstarfsfólki þegar það hefur ekki læknisfræðileg greiningarskilmerki og heilbrigðisyfirvöld hafa enga yfirsýn eða utanumhald um umfangið þar sem ekki er um skilgreindan sjúkdóm að ræða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun