Alþjóðlegur dagur lupus/rauðra úlfa Hrönn Stefánsdóttir skrifar 10. maí 2023 07:30 Miðvikudaginn 10. maí er árlegur alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku, haldinn í tuttugasta sinn. Í ár mun dagurinn vera notaður til að leggja áherslu á þörfina fyrir aukna þekkingu á lupus, betri heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga, auknar rannsóknir á orsökum sjúkdómsins og mikilvægi góðrar meðferðar, auk mikilvægi þess að sjúkdómurinn greinist snemma og betri faraldsfræðilegra gagna um lupus á heimsvísu. Lupus eða rauðir úlfar er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Þegar sjúkdómurinn er virkur getur ónæmissvörun valdið bólgu í frumum sem geta haft áhrif á og skemmt einn eða fleiri vefi líkamans; húð, liði, vöðva, æðar, blóðkorn, heila og taugar og einnig önnur líffæri svo sem lungu, hjarta, nýru, meltingarfæri og / eða himnur í kringum innri líffæri. Birtingarform sjúkdómsins er mismunandi milli einstaklinga en einkennist af tímabilum þar sem sjúkdómurinn er ýmist virkur eða í sjúkdómshléi. Lupus hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem er með sjúkdóminn - hann hefur einnig áhrif á fjölskyldu sjúklingsins, vini og vinnufélaga. Þrátt fyrir það er hann lítt þekktur af almenningi, heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnvöldum, sem gerir það að verkum að þörf er fyrir meiri meðvitund og þekkingu. Snemmgreining og meðferð á lupus hjálpar til við að hægja á skemmdum af völdum sjúkdómsins. Hins vegar er oft erfitt að greina hann vegna þess að einkennin líkjast oft einkennum annarra sjúkdóma. Aukin meðvitund og þekking á lupus mun bjarga mannslífum. Lupus er algengastur meðal kvenna en um 90% þeirra sem fá lupus eru komur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi, þó til séu lyf sem auka lífsgæði fólks. Þar sem einkenni lupus eru mjög breytileg á milli sjúklinga gengur stundum erfiðlega að greina sjúkdóminn, en því fyrr sem hann greinist því minni skaða hefur hann valdið og því líklegra að hægt sé að halda honum niðri þannig að einstaklingurinn geti lifa eðlilegu og góðu lífi. Vegna þess er mikilvægt að vekja athygli fólks á sjúkdómnum og gæti það flýtt fyrir greiningu og tryggt þeim sem þjást af honum meiri lífsgæði.Á Íslandi eru 200-300 manns greindir með rauða úlfa. Gigtarfélag Íslands starfrækir áhugahóp um rauða úlfa. Hópurinn veitir jafningjastuðning sem er mikilvægur fyrir fólk sem greinist með sjúkdóm sem er lítið þekktur og því er erfitt fyrir fólk að sækja sér upplýsingar á íslensku og stuðning. Hópurinn er bæði með lokaðan hóp á Facebook, en einnig hefur hópurinn reglulega fundi þar sem meðlimir hópsins geta hittst og rætt málin. Þó að ekki sé hægt að tryggja að ein ákveðin meðferð virki fyri alla lupussjúklinga til að bæta líðan þeirra geta eftirfarandi breytingar á lífstíl hjálpað til að bæta daglegt líf sjúklinga. Að taka inn þau lyf sem skrifað er upp á af lækni Hreyfa sig reglulega Hætta að reykja og drekka Bera á sig sólarvörn með háum sólarvarnastuðli sem verndar bæði fyrir UVA og UVB geislum sólar Hvíla sig nóg Minnka stress Það að greinast með ólæknandi sjaldgæfan og jafnvel lífshættulegan sjúkdóm hefur mikil áhrif á líf manneskjunnar sem fyrir því verður, alla fjölskyldu hennar og jafnvel á vini og vinnufélaga. Hlutir sem voru áður sjálfsagðir verða það ekki lengur og allt krefst meiri umhugsunar og skipulags. Það að skella sér í leikhús eða fara í langan göngutúr verður eitthvað sem getur haft eftirköst og jafnvel valdið nokkurra daga veikindum og sjálfsagðir hlutir eins og að setja út og fá sér kaffibolla á kaffihúsi getur valdið alvarlegum veikindum. Þegar fólk lendir í slíkri stöðu þarf það að hugsa allt líf sitt upp á nýtt. Þetta hefur áhrif á fjölskylduna af því að ekki er hægt að taka skyndiákvarðanir og gera hluti sem alltaf hafa verið einfaldir og það eitt að sinna daglegum verkum getur orðið mikil áskorun sem gerir það að verkum að allir heimilismeðlimir þurfa að taka á sig breytta ábyrgð. Þetta er raunveruleiki margra sem greinast með sjúkdóminn. Það getur verið erfitt að greinast með sjúkdóm sem fáir þekkja og jafnvel læknar þekkja ekki. Margir upplifa sig einangraða og finnst fáir skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum. Það sem jafnvel gerir málið erfiðara er að margir sem greinast með rauða úlfa líta ekki út fyrir að vera veikir og því eiga margir erfitt með að trúa því að sjúklingurinn sé í alvöru eins veikur og hann heldur fram. Sérlega þar sem hjá lupussjúklingum eins og öðrum sjúklingum með sveiflukennda sjúkdóma eins og aðra sjálfsónæmissjúkdóma þá getur verið mikill dagamunur á líðan sjúklinga sem veldur því að einn daginn geta þeir ekki gert það sem þeir gátu gert daginn áður. Þetta getur til dæmis valdið miklum erfiðleikum fyrir fólk á vinnustöðum þar sem það verður stundum fyrir fordómum og gagnrýni. Höfundur er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 10. maí er árlegur alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku, haldinn í tuttugasta sinn. Í ár mun dagurinn vera notaður til að leggja áherslu á þörfina fyrir aukna þekkingu á lupus, betri heilbrigðisþjónustu fyrir sjúklinga, auknar rannsóknir á orsökum sjúkdómsins og mikilvægi góðrar meðferðar, auk mikilvægi þess að sjúkdómurinn greinist snemma og betri faraldsfræðilegra gagna um lupus á heimsvísu. Lupus eða rauðir úlfar er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Þegar sjúkdómurinn er virkur getur ónæmissvörun valdið bólgu í frumum sem geta haft áhrif á og skemmt einn eða fleiri vefi líkamans; húð, liði, vöðva, æðar, blóðkorn, heila og taugar og einnig önnur líffæri svo sem lungu, hjarta, nýru, meltingarfæri og / eða himnur í kringum innri líffæri. Birtingarform sjúkdómsins er mismunandi milli einstaklinga en einkennist af tímabilum þar sem sjúkdómurinn er ýmist virkur eða í sjúkdómshléi. Lupus hefur ekki aðeins áhrif á einstaklinginn sem er með sjúkdóminn - hann hefur einnig áhrif á fjölskyldu sjúklingsins, vini og vinnufélaga. Þrátt fyrir það er hann lítt þekktur af almenningi, heilbrigðisstarfsmönnum og stjórnvöldum, sem gerir það að verkum að þörf er fyrir meiri meðvitund og þekkingu. Snemmgreining og meðferð á lupus hjálpar til við að hægja á skemmdum af völdum sjúkdómsins. Hins vegar er oft erfitt að greina hann vegna þess að einkennin líkjast oft einkennum annarra sjúkdóma. Aukin meðvitund og þekking á lupus mun bjarga mannslífum. Lupus er algengastur meðal kvenna en um 90% þeirra sem fá lupus eru komur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi, þó til séu lyf sem auka lífsgæði fólks. Þar sem einkenni lupus eru mjög breytileg á milli sjúklinga gengur stundum erfiðlega að greina sjúkdóminn, en því fyrr sem hann greinist því minni skaða hefur hann valdið og því líklegra að hægt sé að halda honum niðri þannig að einstaklingurinn geti lifa eðlilegu og góðu lífi. Vegna þess er mikilvægt að vekja athygli fólks á sjúkdómnum og gæti það flýtt fyrir greiningu og tryggt þeim sem þjást af honum meiri lífsgæði.Á Íslandi eru 200-300 manns greindir með rauða úlfa. Gigtarfélag Íslands starfrækir áhugahóp um rauða úlfa. Hópurinn veitir jafningjastuðning sem er mikilvægur fyrir fólk sem greinist með sjúkdóm sem er lítið þekktur og því er erfitt fyrir fólk að sækja sér upplýsingar á íslensku og stuðning. Hópurinn er bæði með lokaðan hóp á Facebook, en einnig hefur hópurinn reglulega fundi þar sem meðlimir hópsins geta hittst og rætt málin. Þó að ekki sé hægt að tryggja að ein ákveðin meðferð virki fyri alla lupussjúklinga til að bæta líðan þeirra geta eftirfarandi breytingar á lífstíl hjálpað til að bæta daglegt líf sjúklinga. Að taka inn þau lyf sem skrifað er upp á af lækni Hreyfa sig reglulega Hætta að reykja og drekka Bera á sig sólarvörn með háum sólarvarnastuðli sem verndar bæði fyrir UVA og UVB geislum sólar Hvíla sig nóg Minnka stress Það að greinast með ólæknandi sjaldgæfan og jafnvel lífshættulegan sjúkdóm hefur mikil áhrif á líf manneskjunnar sem fyrir því verður, alla fjölskyldu hennar og jafnvel á vini og vinnufélaga. Hlutir sem voru áður sjálfsagðir verða það ekki lengur og allt krefst meiri umhugsunar og skipulags. Það að skella sér í leikhús eða fara í langan göngutúr verður eitthvað sem getur haft eftirköst og jafnvel valdið nokkurra daga veikindum og sjálfsagðir hlutir eins og að setja út og fá sér kaffibolla á kaffihúsi getur valdið alvarlegum veikindum. Þegar fólk lendir í slíkri stöðu þarf það að hugsa allt líf sitt upp á nýtt. Þetta hefur áhrif á fjölskylduna af því að ekki er hægt að taka skyndiákvarðanir og gera hluti sem alltaf hafa verið einfaldir og það eitt að sinna daglegum verkum getur orðið mikil áskorun sem gerir það að verkum að allir heimilismeðlimir þurfa að taka á sig breytta ábyrgð. Þetta er raunveruleiki margra sem greinast með sjúkdóminn. Það getur verið erfitt að greinast með sjúkdóm sem fáir þekkja og jafnvel læknar þekkja ekki. Margir upplifa sig einangraða og finnst fáir skilja hvað þeir eru að ganga í gegnum. Það sem jafnvel gerir málið erfiðara er að margir sem greinast með rauða úlfa líta ekki út fyrir að vera veikir og því eiga margir erfitt með að trúa því að sjúklingurinn sé í alvöru eins veikur og hann heldur fram. Sérlega þar sem hjá lupussjúklingum eins og öðrum sjúklingum með sveiflukennda sjúkdóma eins og aðra sjálfsónæmissjúkdóma þá getur verið mikill dagamunur á líðan sjúklinga sem veldur því að einn daginn geta þeir ekki gert það sem þeir gátu gert daginn áður. Þetta getur til dæmis valdið miklum erfiðleikum fyrir fólk á vinnustöðum þar sem það verður stundum fyrir fordómum og gagnrýni. Höfundur er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og fulltrúi í framkvæmdastjórn Gigtarfélags Íslands.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun