Hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum Tinna Andrésdóttir skrifar 10. maí 2023 10:30 Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Hundar Kettir Dýr Tinna Andrésdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í lögum um fjöleignahús er kveðið á um að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. Þá segir að þegar hvorki er um sameiginlegan inngang né stigagang að ræða er samþykkis annarra eigenda ekki þörf fyrir hunda- og kattahaldi í húsinu. Á það til dæmis við þegar sérinngangur er í íbúð á jarðhæð eða frá sameiginlegum útitröppum en þegar sameiginlegur stigagangur er utanáliggjandi og gengið er inn í íbúðir af svölum þarf samþykki þeirra eiganda sem hann tilheyrir. Lögin fjalla því nokkuð vel um hvað telst sérinngangur og hvað ekki. Þrátt fyrir það hefur sú túlkun verið algeng að svalahurð á jarðhæð húsa, t.d. við sólpall eða sérafnotaflöt, teljist sem sérinngangur inn í íbúð og þar af leiðandi þurfi ekki samþykki meðeiganda fyrir hunda- og kattahaldi í þeirri íbúð. Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess. Í áliti kærunefndar húsmála nr. 102/2020 var um það deilt hvort að samþykki annarra eigenda þurfi fyrir hundi í íbúð á jarðhæð fjöleignarhúss. Voru uppi loforð eigenda íbúðarinnar um að nota ekki sameiginlegan inngang hússins fyrir dýrið heldur nota svalahurð íbúðarinnar til að fara með dýrið inn og út úr íbúðinni. Var krafan sú að svalahurð geti ekki talist sérinngangur í skilningi laga um fjöleignarhús. Kærunefnd húsamála féllst á þá kröfu og taldi að svalahurð geti ekki talist sérinngangur. Var í niðurstöðu nefndarinnar fjallað um að samkvæmt samþykktum teikningum hússins er aðalinngangur að íbúðinni sameiginlegur með öðrum íbúðum hússins. Taldi nefndin að þegar túlka eigi lögin við mat á því hvort íbúð sé með sameiginlegan inngang eða ekki, verði að horfa til samþykktra teikninga en ekki hvort það sé unnt að komast inn og út úr íbúðinni með öðrum hætti, svo sem í gegnum svalahurð eða hurð sem opnast út á sérafnotaflöt. Niðurstaða kærunefndar húsamála er ekki bindandi og verður ágreiningsefninu ekki skotið til annars stjórnvalds en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla. Mál þetta fór ekki fyrir dómstóla og því er litið til niðurstöðu þessarar þegar túlka á hvað telst til sérinngangs íbúðar. Nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjöleignarhúsi vegna hunds sem þar dvelur. Hundurinn kom í húsið eftir að systir íbúðareiganda lést úr krabbameini. Málavextir eru þeir að í húsinu eru þrír stigagangar og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Er málið nú hjá kærunefnd húsamála. Í þessu máli er óhjákvæmilegt er að horfa til niðurstöðu nefndarinnar í máli nr. 102/2020 sem fjallað var um hér að ofan. Ljóst er að samkvæmt teikningum er kjallari hússins ekki aðalinngangur að íbúðinni þótt unnt sé að komast þar inn og út úr húsinu. Væri því samþykki 2/3 eigenda í þeim stigagangi sem hundurinn dvelur nóg í þessu tilviki. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar