Má trúin sjást í sjónvarpi? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. maí 2023 08:31 Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks. Það er fagnaðarefni en ég hef tilfinningu fyrir því að svo sé ekki með sama hætti þegar kemur að trú og trúarhefðum. Trú og trúariðkun hefur verið hrakin inn á svið einkalífsins á sama tíma og fjölbreytileiki trúarhefða á Íslandi hefur aldrei verið meiri með vaxandi fjölmenningu. Sýnileiki trúarhefða og fræðsla um þær, hafa ekki aukist að mínu mati sem skyldi. RÚV hefur ríkum skyldum að gegna í þessum efnum. Fréttastofa RÚV hefur sinnt hlutverki sínu, m.a. með vönduðu innslagi um Ramadan þann 26. mars síðastliðinn, en það er sláandi að Sjónvarpið er eina ríkissjónvarpið á Norðurlöndum til að sýna ekki guðsþjónustur á sunnudögum og sú eina sem sýndi enga trúarlega dagskrá í sjónvarpi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Það er sama hvar borið er niður, opinberar sjónvarpsstöðvar í nágrannalöndum okkar sinna allar því hlutverki að sjónvarpa vikulega frá helgihaldi. DR starfrækir „DR kirken“ sem sýnir vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum dönsku kirkjunnar. Sænska sjónvarpið SVT flakkar á milli kirkna á sunnudagsmorgnum og hefur í upphafi stutta umfjöllun um hverja kirkju en þar er lögð áhersla á að sýna frá sem fjölbreyttustum söfnuðum. Norska ríkissjónvarpið NRK sendir út vikulegar guðsþjónustur frá kirkjum landsins og Finnar hafa útsendingar á YLE frá guðsþjónustum á sænsku og finnsku. Jafnvel Færeyingar sýna vikulegar sjónvarpsútsendingar frá guðsþjónustum í mismunandi kirkjum á KFV. Fyrrnefndar sjónvarpsstöðvar sýndu jafnframt á páskum fjölbreytt trúarefni. Má þar nefna heimildamyndir um inntak páska sem trúarlegrar hátíðar í sænska sjónvarpinu, um páskahald í Vatikaninu sem undanfara lúterskrar- og rétttrúnaðarguðsþjónusta í Finnlandi og trúarlegt tónlistarefni á borð við Mattheusarpassíuna sjónvarpað á SVT. Sé litið til Þýskalands skiptist á ZDF á guðsþjónustur kaþólikka og mótmælenda en á pálmasunnudag var sýnt frá St. Jósefskirkju í Koblenz og á páskadag frá Samariterkirkjunni í Berlín. Hið sama má segja um flestar ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Evrópu. Á heimasíðu BBC er að finna útlistun á páskadagskrá stöðvarinnar sem ber yfirskriftina „trú og von“ en þar var sjónvarpað frá helgihaldi ensku biskupakirkjunnar í tvígang á páskadag, sýndir voru sjónvarpsþættir um páskahald kaþólikka annarsvegar og í ensku kirkjunni hinsvegar, sem og viðtalsþættir við múslima, hindúa, síka og gyðinga um þeirra trúarhefðir og hátíðir. Ríkissjónvarpið hefur sýnt fjölbreytt trúarefni á jólum en það á ekki við um helgustu hátíð kristninnar, páska. Sjónvarpið sýndi á síðasta ári helgistund með biskupi Íslands á föstudaginn langa (14. apríl 2022 kl. 17:00) og var það eina trúarlega efnið sem Sjónvarpið sýndi frá pálmasunnudegi til annars í páskum. Engin önnur trúfélög fengu þar rými að frátöldum sjónvarpsfréttum. Í ár sýndi Sjónvarpið enga trúarlega dagskrá frá pálmasunnudegi til annars í páskum. RÚV ber lögboðna skyldu til að fjalla um og sýna menningu á Íslandi og það er varhugaverð ákvörðun að birta ekki trúarmenningu Íslendinga. Besta leiðin til að minnka spennu og auka virðingu í samfélaginu er að menningar- og trúarhefðir séu sem sýnilegastar. Hringbraut sýndi reglulega þætti sem framleiddir voru af Fríkirkjunni og N4 sýndi á páskum í fyrra sjónvarpsþáttinn „Gleðisveifla“. Í ár sýndi Vísir á páskadag þáttinn „Friður og fjölmenning“, þar sem fram komu fulltrúar ólíkra trúarbragða sem sameinuðust í bæn fyrir friði. Sá þáttur var tilraun til að iðka raunverulegan frið, með því að gefa trúarskoðunum og hefðum rými og sýnileika, og með því að fagna þeim fjölbreytileika sem einkennir okkur. Það hlutleysi sem kallar á ósýnileika trúarhefða er í beinni andstöðu við fjölmenningu. Friður og fjölmenning byggja á því að opna hjörtu okkar gagnvart náunganum og á því að opna augu okkar fyrir þeim sem hafa aðra hefð, aðra sýn, aðra menningu og aðra trú. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun