Hartnær áttatíu prósent leigjenda ná ekki endum saman Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2023 11:20 Það er lágskýjað, reyndar þoka ef litið er til stöðu leigjenda. Niðurstöður nýrrar könnunar meðal þeirra sýnir kolsvarta stöðu. vísir/vilhelm Sjötíu prósent íslenskumælandi leigjenda og áttatíu prósent enskumælandi eiga erfitt með að ná endum saman. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum við spurningum glænýrrar könnunar sem Samtök leigjenda standa að. Niðurstöðurnar sýna kolsvarta stöðu leigjenda á Íslandi. Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum. Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Helstu niðurstöður, sem Vísir hefur undir höndum, sýna að rúm fimmtíu prósent leigjenda segjast hafa orðið fyrir fordómum vegna stöðu sinnar á húsnæðismarkaði, hartnær áttatíu prósent leigjenda telja dvöl á leigumarkaði hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu sína, um fjörutíu prósent leigjenda segjast hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna heilsubrests sem þeir tengja stöðu sinni sem leigjendur. Skjáskot úr niðurstöðum könnunarinnar sem var viðamikil. Fjörutíu og sex prósent segjast búa við óviðunandi heimilisaðstæður og rúm sextíu prósent telja stöðu sína á húsnæðismarkaði haft hamlandi áhrif á framgang í lífinu og tilverunni almennt. Þá kemur fram að leigjendur hafa flutt að jafnaði þrisvar sinnum á umliðnum fimm árum, fimmtíu prósent leigjenda hafa verið á vergangi og þurft að reiða sig á ættingja og vini með húsaskjól, rúm fimmtíu prósent hafa þurft að reiða sig á aðstoð fjölskyldu, vina eða góðgerðarfélaga varðandi framfærslu, svo eitthvað sé nefnt. Fimmtíu prósent leigjenda í húsnæðisleit upplifa varnarleysi og 63 prósent mikla samkeppni um íbúðir. Um er að ræða frumniðurstöður könnunar sem framkvæmd var dagana 5. til 9. maí 2023 en tilefni könnunarinnar eru vísbendingar um slæma fjárhagslega- og félagslega stöðu leigjenda almennt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar má greina djúpstætt vantraust meðal leigjenda á stjórnvöldum. Könnunin hefur verið lengi í undirbúningi og tekur mið af spurningum, framkvæmd, vísbendingum og niðurstöðum sem birtar hafa verið í leigukönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, lífskjararannsókn Hagstofunnar, könnun Vörðu um lífsskilyrði launafólks og rannsókn Öryrkjabandalagsins og Félagsvísindastofnunar á húsnæðismálum fatlaðs fólks. Viðvarandi vantraust á stjórnvöldum Könnunin er viðamikil, hún inniheldur 50 spurningar í sex flokkum sem eru húsnæðistaða leigjenda, kyn, þjóðerni, aldur, tekjur, hjúskaparstaða og heimilisstærð. Þá er litið til fyrirkomulags leigusamnings, upplifun leigjenda, reynsla þeirra af húsnæðisleit og mati þeirra á framtíðarhorfum og stöðu. Guðmundur Hrafn formaður Samtaka leigjenda segir niðurstöður könnunarinnar kolsvarta og sýni meðal annars að meðal leigjenda megi greina djúpstætt vantraust á stjórnvöldum, að þau hafi brugðist með aðgerða- og sinnuleysi í málaflokknum.vísir/vilhelm Könnunin, sem send var út til meðlima í Samtökum leigjenda með tölvupósti auk þess sem hlekk á könnunina mátti finna á Facebook-síðu samtakanna, var bæði á íslensku og ensku. Svör sem bárust voru 903 á íslensku en 135 á ensku, alls 1038. Svarhlutfall var hátt og niðurstöður afgerandi í mörgum atriðum. Það sem hér er vísað til eru frumniðurstöður úr 13 spurningum af 50 í könnuninni en verið er að vinna úr niðurstöðum. Að sögn Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formaður Samtaka leigjenda gefa þær ótvíræðar vísbendingar um afar slæma stöðu leigjenda; varnarleysi, heilsubrest og stöðuga flutninga sem einkenna stöðu þessa hóps. Hann segir jafnframt að þær gefi ótvírætt til kynna að leigjendur vantreysti stjórnvöldum og telja sig hafa orðið fyrir barðinu á aðgerða- og sinnuleysi þeirra í málaflokknum.
Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leigumarkaður Skoðanakannanir Tengdar fréttir Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Fimmta hvert barn í leiguhúsnæði býr við sárafátækt Samtök leigjenda birtu nú á dögunum kolsvarta skýrslu um stöðuna á leigumarkaði og er vægast sagt dregin þar upp öllu nöturlegri mynd en við fáum yfirleitt að heyra. 25. apríl 2023 16:00