Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. maí 2023 23:09 Samkynhneigðir og tvíkynhneigðir karlmenn í Bandaríkjunum mega nú gefa blóð að því gefnu að þeir uppfylli ákveðin skilyrði. AP/Lindsey Shuey Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf. Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) greindi frá þessari tímamótabreytingu í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að stofnunin sé búin að þróa spurningalista sem feli í sér áhættumat á blóðgjöfum til að minnka líkurnar á HIV-smitum gegnum blóðgjafir. Þessi spurningalisti verði lagður fyrir alla blóðgjafa óháð kyni, kyngervi eða kynhneigð. Í spurningunum er sérstaklega lögð áhersla á það hvort blóðgjafi hafi á undanförnum þremur mánuðum sofið hjá nýjum bólfélaga, fleiri en einum bólfélaga eða hvort hann hafi stundað endaþarmsmök. Þeir sem falla undir þær skilgreiningar fá þá ekki að gefa blóð. Jafnframt fái þeir sem taka lyfið PrEP til að forðast HIV-smit ekki að gefa blóð en það er til að forðast falsneikvæðar niðurstöður í blóðskimunum. Í tilkynningunni segir einnig að þessi nýja stefna byggi á bestu mögulegu vísindarannsóknum og sé í takt við sambærilegar stefnubreytingar í Bretlandi og Kanada. Þessi breyting muni fjölga mögulegum blóðgjöfum án þess að öryggisstaðlar versni. Íslendingar bíða enn eftir breytingum Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem samkynhneigðir karlmenn mega alfarið ekki gefa blóð. Þann 9. september 2021 lagði Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, fram drög að breytingu á reglugerð um söfnun, meðferð og varðveislu blóðs í samráðsgátt. Sú breyting fól í sér að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum á grundvelli sjónarmiða á borð við kyn, kynhneigð, uppruna eða stöðu að öðru leyti. Þau breytingardrög fólu jafnframt í sér að kynhegðun myndi ekki lengur valda varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn yrði kveðið á um að blóðgjafi mætti ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf. Áhættusamt kynlíf var þar skilgreint sem það kynlíf sem eykur verulega líkur á að alvarlegir smitsjúkdómar berist með blóði. Eftir að þau drög voru tilkynnt bárust litlar sem engar fréttir af málinu næstu mánuðina. Það var ekki fyrr en rúmu ári síðar, eða 22. nóvember 2022, sem bárust fréttir af breytingum á blóðgjafareglugerðum. Þá svaraði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, fyrirspurn um breytingar á reglugerð um blóðgjafir sem Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hafði borið upp á Alþingi. Í svarinu sagði Willum að það stæði yfir heildarstefnumótun á blóðgjafaþjónustu hérlendis og innifalið í henni væri afnám á frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum frá blóðgjöf. Það virðist þó ekki enn hafa gengið í gegn af því Blóðbankinn vísar karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum enn frá blóðgjöf.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Hinsegin Mannréttindi Bandaríkin Tengdar fréttir Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9. september 2021 18:18