Umfjöllun og viðtöl: ÍBV – Valur 23-30 | Valskonur taka forystuna Einar Kárason skrifar 12. maí 2023 22:26 Þórey Anna og stöllur unnu sjö marka sigur í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30. Vel var mætt og mikið fjör var í Vestmannaeyjum fyrir leik ÍBV og Vals.Bæði lið fóru illa með fyrstu sóknir sína áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Eyjastúlkur brutu ísinn en gestirnir jöfnuðu í næstu sókn. Eftir rúmar fimm mínútur var staðan 3-1 fyrir ÍBV en Valsstúlkur skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum eftir um tíu mínútur. Í stöðunni 5-5 settu gestirnir af Hlíðarenda í fluggír og skoruðu sjö mörk í röð áður áður en ÍBV loks kom boltanum í netið og batt enda á tíu mínútna kafla án þess að skora mark. Sex marka munur og fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að klóra sig til baka inn í leikinn en vörn gestanna stóð sterk og þurfti ÍBV að hafa mikið fyrir þeim mörkum sem þær skoruðu. Valur virtist hafa svör við öllu sem Eyjaliðið bauð upp á varnarlega og sóknarlega í fyrri hálfleiknum. Þegar gengið var til búningsherbergja var fimm marka munur milli liðanna, 9-14, og áhugaverður hálfleikur framundan. Þrátt fyrir slæma stöðu eru fimm mörk til eða frá enginn heimsendir í handbolta. Síðari hálfleikurinn var jafn í upphafi eins og sá fyrri en fljótlega fóru vonir Eyjaliðsins um að fá eitthvað út úr þessum leik að dvína því hægt og rólega jókst forusta Vals út hálfleikinn. Mestur varð munurinn átta mörk um miðbik hálfleiksins en ÍBV tókst að minnka niður í fimm mörk, áður en gestirnir stigu á kúplinguna og skiptu um gír. Því miður fyrir Vestmannaeyinga og áhugafólk um háspennukappleiki varð þessi leikur aldrei að neinni keppni. Valskonur spiluðu ógnarsterka vörn í sextíu mínútur og skoruði ógrynni marka úr hraðaupphlaupum. Niðurstaðan varð sjö marka sigur Vals og þær rauðklæddu komnar með forustu í úrslitaeinvíginu. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikurinn var ekki til útflutnings hjá Eyjaliðinu sem opnaði aldrei munninn, hvað þá sýndi tennurnar. Lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og virkuðu þær ráðþrota á köflum. Tökum ekkert af Valsliðinu sem var frábært í fyrri hálfleik. Skoruðu allskonar mörk úr öllum stöðum og var varnarleikur liðsins frábær. Síðari hálfleikur var jafn í upphafi en það vann með gestaliðinu sem leiddi með fimm mörkum og tóku þær fótinn aldrei af bensíngjöfinni. Ógnarsterk breidd og hátt orkustig Vals skilaði þessum sannfærandi sigri. Hverjar stóðu upp úr? Markverðir beggja liða, þær Marta Wawrzynkovska hjá ÍBV og Valsarinn Sara Sif Helgadóttir áttu fína leiki í dag með tíu og þrettán bolta varða. Sigríður Hauksdóttir, Mariam Eradze og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Val. Aðrar minna, en voru ekki síður mikilvægar þar sem komin komu úr öllum stöðum í dag og taldi liðsheildin mikinn í dag, sóknar- og varnarlega. Hjá Eyjastúlkum skoraði Ásta Björt Júlíusdóttir sex mörk og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fimm, báðar úr ellefu skotum. Hvað gekk illa? ÍBV gekk illa, svo ekki sé meira sagt. Segjum samt aðeins meira. Sóknarleikurinn var dapur og var það virkilega óvenjulegt að sjá lið Eyjastúlkna jafn hugmyndasnautt og það var í kvöld. Virkuðu oft ráðþrota og voru skotin oft á tíðum að koma úr erfiðum færum eftir langar sóknir. Varnarlega voru þær einnig brothættar og vantaði alla grimmd í Eyjastelpurnar. Núll brottvísanir á sextíu mínútum er lýsandi staðreynd fyrir þungan varnarleik ÍBV í kvöld. Gestirnir dönsuðu framhjá vörninni trekk í trekk og ekkert gekk að klukka þær rauðklæddu. Hvað gerist næst? Liðin mætast í öðrum leik í Origo höllinni þriðjudaginn 16.maí. Ágúst: Þetta var týpískur liðsheildarsigur Ágúst Jóhannsson var léttur á því eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það telur ekkert meira að vinna með sjö eða átta mörkum en spilamennskan var góð. Ég er ánægður með orkuna og kraftinn í stelpunum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Varnarleikurinn var mjög sterkur og við náðum að keyra vel á þær. Markvarslan var einnig góð. Það er kannski það sem skóp sigurinn.” „Við náðum að spila þétt og mæta þeim í miðjunni. Við náum níu mörkum úr hraðaupphlaupum sem er mikilvægt. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum. Spilum á tólf, þrettán leikmönnum. Margar að skila í púkkið og það er mikilvægt í svona leikjum. Þetta eru jöfn lið að getu og það er bara eitt núll. Svo er næsti leikur eftir helgi og margt sem getur gerst og breyst þar.” „Þetta var týpískur liðsheildarsigur. Framlag frá mörgum og margar að skora sem er bara gott og veit á gott. Stelpurnar voru virkilega vel einbeittar en þetta er erfiður völlur að koma á. Mikil stemning og mikil læti. Þær stóðust prófið og við leiðum en það er margt sem getur gengið á. Við tökum bara einn leik í einu.” „Við náum að refsa þeim með hraðaupphlaupum og við náum forustu á sjö, átta mínútna kafla.” „Það er betra að vinna en að tapa og við erum eitt núll yfir, en það þarf að vinna þrjá leiki. Við þurfum að fara heim, æfa vel og undirbúa okkur vel og vera eins tilbúnar og við getum í næsta leik,” sagði Ágúst. Sigurður: Það er nóg eftir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragasyni, þjálfari ÍBV, var hálf brugðið eftir sjö marka tap. „Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur og andlaus, orkulaus og glataður af okkar hálfu. Komum ömurlega inn í leikinn fyrrir utan fyrstu fimm mínúturnar. Seinni tuttugu og fimm mínúturnar í fyrri var það sem tapaði leiknum fyrir okkur. Lentum allt of langt á eftir og erum ekki nægilega margar til að geta keyrt í að ná þeim. Við sýndum hetjulega baráttu í seinni hálfleik en þá var þessi fyrri hálfleikur algjör djöfulsins skita.” Ömurlegur tíu mínútna, 0-7, kafli.„Við erum soft í vörn, hlaupum illa til baka og allt þetta sem má ekki gerast. Ég var ánægður með þær í hálfleik. Þetta var lélegt en við komum ágætar inn í seinni hálfleik en þetta var bara of mikill munur. Nú verðum við bara að fara að telja fjölda leikmanna, en nú er þetta virkilega farið að telja. Ég ætlaði ekki að nota þessa afsökun en þetta er úrslitakeppni og þú verður að hafa breidd. Ég er að reyna það en mig vantar einn, tvo leikmenn. En Valur er að spila þetta frábærlega og eiga þetta fyllilega skilið.” „Það er nóg eftir,” sagði Sigurður brattur. „Við höfum helgina til að jafna okkur. Við erum undir og verðum að kyngja því, enginn heimsendir. Við eigum tvo sjénsa þar sem við töpum þessu ekki einu sinni næst. Við verðum klárlega að spila betur en í fyrri hálfleik og ég verð að reyna að gíra stelpurnar einhvernveginn upp.” Handbolti Olís-deild kvenna Valur ÍBV
Valur vann gríðarlega mikilvægan sjö marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld, 23-30. Vel var mætt og mikið fjör var í Vestmannaeyjum fyrir leik ÍBV og Vals.Bæði lið fóru illa með fyrstu sóknir sína áður en fyrsta markið leit dagsins ljós. Eyjastúlkur brutu ísinn en gestirnir jöfnuðu í næstu sókn. Eftir rúmar fimm mínútur var staðan 3-1 fyrir ÍBV en Valsstúlkur skoruðu næstu fjögur mörk og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum eftir um tíu mínútur. Í stöðunni 5-5 settu gestirnir af Hlíðarenda í fluggír og skoruðu sjö mörk í röð áður áður en ÍBV loks kom boltanum í netið og batt enda á tíu mínútna kafla án þess að skora mark. Sex marka munur og fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að klóra sig til baka inn í leikinn en vörn gestanna stóð sterk og þurfti ÍBV að hafa mikið fyrir þeim mörkum sem þær skoruðu. Valur virtist hafa svör við öllu sem Eyjaliðið bauð upp á varnarlega og sóknarlega í fyrri hálfleiknum. Þegar gengið var til búningsherbergja var fimm marka munur milli liðanna, 9-14, og áhugaverður hálfleikur framundan. Þrátt fyrir slæma stöðu eru fimm mörk til eða frá enginn heimsendir í handbolta. Síðari hálfleikurinn var jafn í upphafi eins og sá fyrri en fljótlega fóru vonir Eyjaliðsins um að fá eitthvað út úr þessum leik að dvína því hægt og rólega jókst forusta Vals út hálfleikinn. Mestur varð munurinn átta mörk um miðbik hálfleiksins en ÍBV tókst að minnka niður í fimm mörk, áður en gestirnir stigu á kúplinguna og skiptu um gír. Því miður fyrir Vestmannaeyinga og áhugafólk um háspennukappleiki varð þessi leikur aldrei að neinni keppni. Valskonur spiluðu ógnarsterka vörn í sextíu mínútur og skoruði ógrynni marka úr hraðaupphlaupum. Niðurstaðan varð sjö marka sigur Vals og þær rauðklæddu komnar með forustu í úrslitaeinvíginu. Af hverju vann Valur? Fyrri hálfleikurinn var ekki til útflutnings hjá Eyjaliðinu sem opnaði aldrei munninn, hvað þá sýndi tennurnar. Lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og virkuðu þær ráðþrota á köflum. Tökum ekkert af Valsliðinu sem var frábært í fyrri hálfleik. Skoruðu allskonar mörk úr öllum stöðum og var varnarleikur liðsins frábær. Síðari hálfleikur var jafn í upphafi en það vann með gestaliðinu sem leiddi með fimm mörkum og tóku þær fótinn aldrei af bensíngjöfinni. Ógnarsterk breidd og hátt orkustig Vals skilaði þessum sannfærandi sigri. Hverjar stóðu upp úr? Markverðir beggja liða, þær Marta Wawrzynkovska hjá ÍBV og Valsarinn Sara Sif Helgadóttir áttu fína leiki í dag með tíu og þrettán bolta varða. Sigríður Hauksdóttir, Mariam Eradze og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Val. Aðrar minna, en voru ekki síður mikilvægar þar sem komin komu úr öllum stöðum í dag og taldi liðsheildin mikinn í dag, sóknar- og varnarlega. Hjá Eyjastúlkum skoraði Ásta Björt Júlíusdóttir sex mörk og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fimm, báðar úr ellefu skotum. Hvað gekk illa? ÍBV gekk illa, svo ekki sé meira sagt. Segjum samt aðeins meira. Sóknarleikurinn var dapur og var það virkilega óvenjulegt að sjá lið Eyjastúlkna jafn hugmyndasnautt og það var í kvöld. Virkuðu oft ráðþrota og voru skotin oft á tíðum að koma úr erfiðum færum eftir langar sóknir. Varnarlega voru þær einnig brothættar og vantaði alla grimmd í Eyjastelpurnar. Núll brottvísanir á sextíu mínútum er lýsandi staðreynd fyrir þungan varnarleik ÍBV í kvöld. Gestirnir dönsuðu framhjá vörninni trekk í trekk og ekkert gekk að klukka þær rauðklæddu. Hvað gerist næst? Liðin mætast í öðrum leik í Origo höllinni þriðjudaginn 16.maí. Ágúst: Þetta var týpískur liðsheildarsigur Ágúst Jóhannsson var léttur á því eftir leik.Vísir/Hulda Margrét „Það telur ekkert meira að vinna með sjö eða átta mörkum en spilamennskan var góð. Ég er ánægður með orkuna og kraftinn í stelpunum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Varnarleikurinn var mjög sterkur og við náðum að keyra vel á þær. Markvarslan var einnig góð. Það er kannski það sem skóp sigurinn.” „Við náðum að spila þétt og mæta þeim í miðjunni. Við náum níu mörkum úr hraðaupphlaupum sem er mikilvægt. Við fengum framlag frá mörgum leikmönnum. Spilum á tólf, þrettán leikmönnum. Margar að skila í púkkið og það er mikilvægt í svona leikjum. Þetta eru jöfn lið að getu og það er bara eitt núll. Svo er næsti leikur eftir helgi og margt sem getur gerst og breyst þar.” „Þetta var týpískur liðsheildarsigur. Framlag frá mörgum og margar að skora sem er bara gott og veit á gott. Stelpurnar voru virkilega vel einbeittar en þetta er erfiður völlur að koma á. Mikil stemning og mikil læti. Þær stóðust prófið og við leiðum en það er margt sem getur gengið á. Við tökum bara einn leik í einu.” „Við náum að refsa þeim með hraðaupphlaupum og við náum forustu á sjö, átta mínútna kafla.” „Það er betra að vinna en að tapa og við erum eitt núll yfir, en það þarf að vinna þrjá leiki. Við þurfum að fara heim, æfa vel og undirbúa okkur vel og vera eins tilbúnar og við getum í næsta leik,” sagði Ágúst. Sigurður: Það er nóg eftir Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragasyni, þjálfari ÍBV, var hálf brugðið eftir sjö marka tap. „Fyrri hálfleikurinn var ömurlegur og andlaus, orkulaus og glataður af okkar hálfu. Komum ömurlega inn í leikinn fyrrir utan fyrstu fimm mínúturnar. Seinni tuttugu og fimm mínúturnar í fyrri var það sem tapaði leiknum fyrir okkur. Lentum allt of langt á eftir og erum ekki nægilega margar til að geta keyrt í að ná þeim. Við sýndum hetjulega baráttu í seinni hálfleik en þá var þessi fyrri hálfleikur algjör djöfulsins skita.” Ömurlegur tíu mínútna, 0-7, kafli.„Við erum soft í vörn, hlaupum illa til baka og allt þetta sem má ekki gerast. Ég var ánægður með þær í hálfleik. Þetta var lélegt en við komum ágætar inn í seinni hálfleik en þetta var bara of mikill munur. Nú verðum við bara að fara að telja fjölda leikmanna, en nú er þetta virkilega farið að telja. Ég ætlaði ekki að nota þessa afsökun en þetta er úrslitakeppni og þú verður að hafa breidd. Ég er að reyna það en mig vantar einn, tvo leikmenn. En Valur er að spila þetta frábærlega og eiga þetta fyllilega skilið.” „Það er nóg eftir,” sagði Sigurður brattur. „Við höfum helgina til að jafna okkur. Við erum undir og verðum að kyngja því, enginn heimsendir. Við eigum tvo sjénsa þar sem við töpum þessu ekki einu sinni næst. Við verðum klárlega að spila betur en í fyrri hálfleik og ég verð að reyna að gíra stelpurnar einhvernveginn upp.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti