„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 14:01 Erlendur segir að það komi fyrir að krakkar reyni að kaupa þurrís en þeim sé snúið við jafnharðan. Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla. „Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19