„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 14:01 Erlendur segir að það komi fyrir að krakkar reyni að kaupa þurrís en þeim sé snúið við jafnharðan. Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla. „Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar. Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís,“ segir Erlendur Geir Arnarson, framkvæmdastjóri Ísbliks sem framleiðir og selur þurrís. „Það gerist annars slagið að krakkar reyna að kaupa þurrís og segjast vera að kaupa fyrir skólann. Við snúum þeim alltaf við,“ segir hann. Í gær var nemandi í Langholtsskóla fluttur á slysadeild eftir þurríssprengingu á skólalóðinni. Slasaðist hann á hendi. Tilraunir höfðu átt sér stað með þurrís í skólanum fyrr um daginn en samkvæmt Hreiðari Sigtryggssyni, skólastjóra, höfðu nemendur keypt þennan þurrís annars staðar frá og sprengingin orðið eftir að skólatíma lauk. Varasamt að búa til sprengjur Erlendur segir að vafalaust hafi umræddur þurrís verið framleiddur hjá Ísbliki, enda sé það eini framleiðandinn á landinu. Segir hann að í gærmorgun hafi komið kona með dóttur sinni til að kaupa þurrís vegna verkefni í skóla. Hugsanlega hafi nemendurnir komist í hann. Segist hann ekki vita hvað gerðist á skólalóðinni en mögulegt sé að nemendurnir hafi verið að búa til sprengju úr þurrísnum. Það sé hægt með ákveðnum aðferðum en er mjög varasamt. Þurrís er framleiddur úr fljótandi koldíoxíði. Hann bráðnar ekki heldur gufar upp. Þurrís er notaður í ýmis konar starfsemi svo sem fiskvinnslu, það er bæði til að kæla fiskinn og til að hrekja súrefni úr umbúðunum til þess að örverur komist ekki í þær. Þurrís er til margra hluta nytsamlegur en varasamt er að búa til sprengju úr honum.EPA Þá er þurrís notaður á spítölum og rannsóknarstofum, meðal annars til þess að flytja lífsýni á milli staða eða landa. Einnig er hann notaður í hreinsun, til dæmis til þess að hreinsa myglu úr húsnæði líkt og sandblástur. Flestir þekkja þurrís hins vegar sem skraut. Selja aðeins á hrekkjavöku „Við seljum þurrís á hrekkjavöku. Það eru varúðarmiðar á kössunum sem segja hvernig á að meðhöndla þurrísinn. Síðan eru líka varúðarleiðbeiningar frá framleiðandanum á þeim,“ segir Jón Gunnar Bergs, framkvæmdastjóri Partýbúðarinnar. Aðspurður um hvernig helsta notkunin sé segir Jón Gunnar að vatni sé helt út í skál og síðan tekið pínulítið magn af þurrís og sett út í. Þá myndast reykur. „Það er ákveðin dulúð yfir þessu og þykir spúkí, sérstaklega á hrekkjavöku. Þetta býr til óhugnanlegan sjarma í partýinu,“ segir hann. Þurrís eigi hins vegar aðeins að meðhöndla á ákveðinn hátt. Hann er afhentur í frauðkössum og tryggilega límdur aftur. Þá á eingöngu að meðhöndla ísinn sjálfan í hönskum. „Það er vinnuregla hjá okkur að afhenda ekki undir átján ára aldri hluti eins og þurrís,“ segir Jón Gunnar.
Reykjavík Slysavarnir Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Nemandi fluttur á slysadeild eftir sprengingu við Langholtsskóla Einn nemandi við Langholtsskóla var fluttur á slysadeild eftir að tilraun með þurrís utan skólatíma fór úrskeiðis. Fyrr um daginn hafði nemandinn verið í efnafræðikennslustund þar sem gerð var tilraun með efnið. 11. maí 2023 16:19