Skipanir Karls Gauta og Gríms án hæfisnefndar óvanalegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 07:01 Skipað hefur verið í tólf lögreglustjóraembætti á undanförnum fimm árum. Í tvö skipti hefur verið skipað án hæfisnefndar. Vilhelm Gunnarsson Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja. Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta. Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta.
Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26
„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04
„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20