Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 15:35 Sigursteinn Arndal hefur stýrt FH síðustu fjögur ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“ Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“
Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira