Stór þáttur í að fá Aron heim en orðið „stutt í snörunni“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 15:35 Sigursteinn Arndal hefur stýrt FH síðustu fjögur ár. Vísir/Hulda Margrét Í nýjasta þætti Handkastsins veltu menn fyrir sér stöðu Sigursteins Arndal, þjálfara karlaliðs FH, eftir fjórða titlalausa tímabil liðsins undir hans stjórn. Ljóst sé að liðinu sé ætlað að vinna titla á næstu árum, með Aron Pálmarsson í broddi fylkingar. Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“ Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Sigursteinn hefur á síðustu fjórum árum náð góðum árangri í deildarkeppninni í Olís-deildinni, og þrívegis endað með liðið í 2. sæti. Hins vegar hefur liðið ekki verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum og aðeins einu sinni komist í undanúrslit úrslitakeppninnar, nú í ár þegar liðið tapaði einvíginu við ÍBV 3-0. „Auðvitað verður FH á mikið betri stað á næsta ári en er Steini Arndal maðurinn sem er að fara að landa þeim stóra fyrir FH á næsta ári?“ spurði Arnar Daði Arnarsson í Handkastinu, sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um Sigurstein og FH hefst eftir um hálftíma. „Það er ekki bara það að þeir hafi ekki verið að vinna titla – þeir hafa ekki verið nálægt því. Einu sinni í undanúrslit í bikar og einu sinni í undanúrslit í úrslitakeppninni. Og þeir töpuðu með tíu mörkum í þessum bikarleik og 3-0 í þessu undanúrslitaeinvígi,“ sagði Theódór Ingi Pálmason sem ásamt Jóni Gunnlaugi Viggóssyni, þjálfara Víkings, var gestur þáttarins. „Maður er aðeins búinn að hlera menn í Krikanum og það eru alveg skiptar skoðanir um það hvort að Steini sé maðurinn í þetta. FH er að fara í titlafasa núna. Þeir eru að fá Aron og Daníel Frey [Andrésson, landsliðsmarkvörð] heim. Þeir hafa ekki orðið Íslandsmeistarar síðan 2011, bikarmeistarar einu sinni frá þeim tíma, og núna á að satsa á titla næstu árin. Það á að safna eins mörgum titlum og hægt er, með Aron, Daníel og þá sem eru þarna fyrir. Árangurinn þarf að byrja strax,“ sagði Theódór og bætti við: „Á því að FH taki titil á næsta ári“ „Það er alveg eðlilegt að spyrja sig að því, horfandi á þau gögn sem eru fyrir framan okkur, hvort að Sigursteinn Arndal sé rétti maðurinn í það. Ég er ekki með svarið við þeirri spurningu og ég held að það skipti ekki máli því hann verður alltaf á næsta ári. Hann mun alltaf fá næsta ár og er stór faktor í því að Aron Pálmarsson kemur heim. Aron er stærsti prófíllinn í FH og hann vill pottþétt hafa Steina sem þjálfara á næsta ári, og þá verður hann þjálfari á næsta ári. En það er orðið stutt í snörunni og ef að hann nær ekki árangri á næsta ári þá kæmi mér á óvart ef hann héldi áfram eftir það.“ Jón Gunnlaugur kvaðst búast við að Sigursteinn næði að byggja ofan á góðan árangur í deildarkeppninni síðustu ár: „Deildarárangurinn er góður. Úrslitakeppnin hefur ekki gengið vel en ég er á því að hann sé að vinna gríðarlega góða vinnu þarna, og með tilkomu Arons og Danna held ég að þeir taki stórt skref. Ég er á því að FH taki titil á næsta ári.“
Olís-deild karla FH Handkastið Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni