Djammbannið var löglegt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 16:28 Austurátt ehf höfðaði málið vegna lokunar The English Pub Hanna Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27