Furðar sig á því að Eurovision setji leikjadagsrána úr skorðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 10:00 Pep Guardiola er ekki hrifinn af því að þurfa að spila gegn Everton á morgun. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld. City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum. Enski boltinn Eurovision Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
City átti að mæta Everton á Goodison Park í Liverpool í dag, en sökum þess að söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram þar í borg í kvöld verður leikurinn spilaður á morgun. Englandsmeistararnir mæta svo Real Madrid í seinni viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld og því hefur liðið lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir þann leik eftir leik morgundagsins. Real Madrid leikur hins vegar gegn Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í dag og Evrópumeistararnir fá því auka dag í hvíld á milli leikja. „Svona er þetta bara,“ sagði Pep um málið. „Við getum ekki spilað á laugardaginn af því að Eurovision eða eitthvað svoleiðis fer fram í Liverpool sama kvöld og stundum er bara ekki nægur mannskapur til að ráða við tvo stóra viðburði sama daginn.“ 🗣️ "We could not play on Saturday because there is a Eurovision."Pep Guardiola not pleased his side are playing a day closer to the Champions League semi-final than Real Madrid 👀 pic.twitter.com/2dCbBX4Gz1— Football Daily (@footballdaily) May 12, 2023 „Ég skil þetta ekki, en ég ætla ekki að berjast gegn þessu lengur. Við verðum bara að aðlagast þessu. Hvað annað getum við gert? Ég hefði frekar viljað spila á laugardaginn til að hafa meiri tíma til að undirbúa okkur fyrir miðvikudaginn, en svona er þetta bara.“ „Ég er nokkuð viss um að deildin vill reyna að koma til móts við liðin. Ég efast um að hún sé að reyna að gera þetta óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Spánverjinn að lokum.
Enski boltinn Eurovision Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira