„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 19:15 Rúnar í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. „Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn