„Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum“ Hinrik Wöhler skrifar 13. maí 2023 19:15 Rúnar í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Breiðablik á Meistaravöllum í dag. Hann var svekktur eftir leikinn en þetta var baráttuleikur sem gat fallið báðum megin að mati Rúnars. „Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf jafn súr þegar þú tapar fótboltaleikjum. Leikurinn var erfiður fyrir bæði lið, mikil stöðubarátta. Tvö skot á mark í öllum leiknum, við fengum eitt á okkur og þeir fengu eitt á sig og þeir vinna 1-0. Bara sorglegt, leikmennirnir mínir lögðu ótrúlega mikla vinnu í þetta og börðust. Þeir sýndu að þeir vilja virkilega standa sig fyrir félagið. Því miður þá hvorki skorum við né höldum hreinu, það er bara sem skiptir máli í dag,“ sagði Rúnar eftir leikinn í dag. Leikurinn var lokaður framan af og áttu liðin í erfiðleikum að skapa sér færi á þungum og blautum velli. Gísli Eyjólfsson reyndist hetja Íslandsmeistaranna með marki á 82. mínútu leiksins. „Mér finnst við ekki eiga að tapa honum, það eru nánast engin færi í leiknum og hann er mjög lokaður. Í fyrri hálfleik var mikil rigning og vindur sem gerir það að verkum að það er erfitt að spila og við náum ekki eins löngum köflum og þeir. Þó nægilega mikið til að búa eitthvað til, það vantar smá sjálfstraust og eðlilega eru þetta búnar að vera erfiðar vikur. Maður sér kannski muninn á liðunum að Blikar þorðu meira að taka boltann niður en við og það hefur með sjálfstraustið að gera.“ Grasvöllurinn í Vesturbæ hefur ekki komið vel undan vetri, líkt og flestir grasvellir landsins. Úrhellisrigning var fyrir og á meðan leik stóð sem gerði leikmönnum afar erfitt fyrir. „Það vill enginn spila á svona fótboltavöllum og það vill enginn fara á fótboltaleiki í svona veðri. Þetta er bara hluti af þessu, Íslandsmótið er þannig núna og leikirnir fara fram. Veturinn búinn að vera erfiður og völlurinn ekki tilbúinn og þá er það svoleiðis,“ sagði Rúnar um vallaraðstæður í dag. KR hefur farið illa af stað á Íslandsmótinu, liðið situr í fallsæti og hefur ekki sigrað leik síðan á móti Keflavík í annarri umferð. Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur liðið hefur ekki skorað í fimm leikjum í röð og er það gífurlegt áhyggjuefni að mati Rúnars. „Staðan er mjög erfið fyrir okkur alla, við erum ekki búnir að skora í fimm leikjum í röð og það er alvarleg staða. Liðið stóð sig vel og lagði á sig vinnu og börðust. Ég get ekki farið inn í klefa og skammað þá fyrir að hafa ekki lagt sig fram en þetta féll með Blikum.“ Rúnar býst við að KR-ingar munu ræða stöðu mála líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur. „Við erum búnir að setjast niður síðastliðnar vikur og við munum væntanlega setjast niður aftur núna. Það er bara næsta verkefni, það er æfing á mánudaginn og svo er leikur í vikunni. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55 Mest lesið George Foreman er látinn Sport Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Í beinni: KR - Valur | Reykvískur slagur um bikarinn Körfubolti Tuchel skammaði Foden og Rashford Fótbolti Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Körfubolti Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Leik lokið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Leik lokið: KR – Breiðablik 0-1 | Vonleysi í Vesturbænum Breiðablik vann KR með einu marki gegn engu í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. KR hefur nú tapað fimm leikjum í röð, án þess að skora mark, á meðan Blikar halda í við topplið deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 13. maí 2023 17:55