Fékk bíl í gegnum vegg á meðan hann undirbjó vínarbrauðið Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 12:28 Bílnum var ekið í gegnum vegg sem snýr út að útisvæði. Starfsmenn bakarísins selja kaffi út um gluggann á veggnum þegar þannig viðrar. Aðsend Miklar skemmdir urðu á Sauðárkróksbakaríi þegar bíl var ekið í gegnum vegg og inn í afgreiðslu þess snemma í morgun. Eigandi bakarísins sem var að undirbúa vínarbrauð í vinnslurými segir að ökumaðurinn hafi stungið af. „Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
„Hann fór bara í gegnum vegginn á húsinu, bara hálfur bíllinn fór inn í húsið,“ segir Snorri Stefánsson, eigandi Sauðárkróksbakarís, sem var truflaður svo harkalega við vinnu sína rétt eftir klukkan fimm í morgun. Bakaríið er að hluta til í gömlu timburhúsi. „Ég var bara inni í vinnslu og var bara að undirbúa vínarbrauð sem ég ætlaði að fara að setja inn í ofninn þegar ég heyri dynkinn eða áreksturinn. „Panika“ pínu, hleypt inn, rafmagn dettur eitthvað út. Svo bara sé ég bíl þarna kominn inn í afgreiðsluborðið hjá mér,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann hafi þá hlaupið til baka og hringt í neyðarlínu. Bílstjórinn hafði hins vegar stungið af þegar Snorri kom að bílnum. Síðasta sem Snorri frétti var að lögreglan hefði haft hendur í hári hans. Honum skiljist að ökumaðurinn sé ekki eigandi bílsins og að hann hafi ekki verið allsgáður. Sem betur fer var enginn inni í afgreiðslunni þegar bílnum var ekið í gegnum vegg snemma í morgun.Aðsend Allt saman handónýtt Starfsfólk í afgreiðslu mætir um átta leytið á sunnudögum en Snorri segir að hann hefði sjálfur hæglega geta verið að sækja sér kaffisopa þar sem bíllinn kom inn. „Sem betur fer var enginn að vinna þarna,“ segir Snorri sem keypti bakaríið í haust. Ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er bara allt saman handónýtt, fyrir utan það að er gat á húsinu,“ segir Snorri. Hann áætlar að það gæti tekið tvo mánuði að gera upp bakaríið. Miklar skemmdir urðu á afgreiðslu Sauðarkróksbakarís. Eigandinn áætlar að það gæti tekið allt að tvo mánuði að gera við hana.Aðsend
Skagafjörður Samgönguslys Bakarí Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent