Segir yfirlýsingu um boðaða hækkun á leiguverði minna á vísindaskáldskap Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 19:30 „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur Hrafn, formaður samtaka leigjenda. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira