Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Formaður Samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Við ræðum við formanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá kíkjum við til Tyrklands en einhverjar mikilvægustu kosningar til margra ára í Tyrklandi fóru þar fram í dag. Framtíð Receps Erdogan, forseta landsins, í valdastóli er í húfi. Fyrstu tölur benda til að hann haldi völdum en stjórnarandstæðingar segja tölurnar ekki til marks um það hvernig landsmenn greiddu atkvæði.

Við kíktum í blómabúðir í dag þar sem fólk kepptist við að kaupa glaðning handa mæðrum sínum í tilefni mæðradagsins. Svo verðum við í beinni frá Íslandsmeistaramótin í Pílu þar og líklegt að nýir Íslandsmeistarar verði krýndir í beinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×