Handbolti

Aron frá­bær og Ála­borg komið í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron og félagar eru komnir í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar.
Aron og félagar eru komnir í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar. Javier Borrego/Getty Images

Aron Pálmarsson fór mikinn í átta marka sigri Álaborgar á Skjern í dönsku úrvalsdeildinni. Bæði lið eru komin í undanúrslit.

Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar í öruggum sigri Álaborgar á Skjern, lokatölur 35-27. Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Íslendingalið Ribe-Esbjerg gerði 31-31 jafntefli við Kolding. Elvar Ásgeirsson skoraði sjö mörk í liði Ribe-Esbjerg og gaf tvær stoðsendingar. Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot í marki liðsins. Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað.

Einar Ólafsson komst ekki á blað í tveggja marka sigri Fredericia á Skanderborg, lokatölur 24-26. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Fredericia.

Undanúrslitin eru klár en Álaborg, Skjern, GOG og Fredericia munu berjast um titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×