Myndskeið varpar ljósi á góðmennsku Jóns Daða Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 08:01 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Íslenska atvinnu- og landsliðsmanninum Jóni Daða Böðvarssyni er hrósað í hástert á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndband af honum, að gefa sér tíma til þess að sinna ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers, skaut upp kollinum á miðlinum. Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira
Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Sjá meira