Látið Kvennaskólann í friði Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 16. maí 2023 08:31 Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Sjá meira
Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður af Þóru Melsteð (1823-1919) og eiginmanni hennar Páli þann 1. október 1874 og var fyrsti íslenski kvennaskólinn. Kvennaskólinn var gagnfræðaskóli og útskrifuðust nemendur þaðan sem gagnfræðingar eftir 4 ára nám. Þá var MR eini skólinn sem útskrifaði stúdenta til háskólanáms. Nemendur þar voru eingöngu piltar þar sem skólinn var lokaður stúlkum til ársins 1904. Kvennaskólinn varð framhaldsskóli árið 1979 og fyrstu stúdentarnir útskrifuðust árið 1982. Forstöðukonur og síðar skólameistarar Kvennaskólans hafa alla tíð haldið hinni háleitu stefnu og markmiðum sem Þóra Melsteð setti skóla sínum. Kvennaskólastúlkur voru og eru frambærilegir fulltrúar nýrrar kynslóðar hverju sinni og er Peysufatadagurinn þeirra merkisdagur enn þann dag í dag. Það sama gildir auðvitað um alla þá góðu pilta sem þar hafa stundað nám. Kvennaskólinn var fyrst til húsa á heimili Melsteð-hjónanna við Thorvaldsenstræti og byggðu þau nýtt hús við Austurvöll árið 1878. Þar var skólinn til ársins 1909 þegar hann flutti í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg 9 og er þar enn. Hið gamla heimili Þóru og Páls var síðan sett inn í hótel við Austurvöll og er því horfið þannig séð. Það er ekki verðugt verkefni hjá yfirvöldum að umbreyta eina kvennaskóla landsins með þessum hætti sem fyrirhugað er. Þvílík afmælisgjöf á nær 150 ára afmæli skólans. Konur þurfa því að sameinast um hinn merka og sögulega arf formæðra okkar í námi barna og ungmenna og hindra þennan vanhugsaða gerning. Þessi fyrirhugaða sameining hefur ekkert með eflingu verknáms að gera. Því til viðbótar skiptir fjölbreytileikinn máli á framhaldsskólastigi en nemendahópurinn sem sækir þessa tvo skóla sem fyrirhugað er að sameina, hefur verið ólíkur. Kvennaskólinn hefur ætíð verið í fararbroddi í kennslu og nýjungum og telst meðal bestu og vinsælustu framhaldsskóla landsins. Reksturinn er fjárhagslega í góðu lagi eins og annað sem konur stjórna. Látið þennan góða skóla í friði. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun